Vildu fara gegn augljósum hugmyndum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 11:30 Marta Nordal, leikstjóri Ofsa, og Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem leikur örlagavaldinn Þuríði. Vísir/GVA Við Jón Atli Jónasson unnum leikgerð upp úr skáldsögunni Ofsa eftir Einar Kárason en við erum með ákveðið konsept sem tekur verkið út úr þeim hugmyndum sem við höfðum um það hvernig bæri að sviðsetja þetta verk,“ segir Marta Nordal, leikstjóri leikhópsins Aldrei óstelandi, sem á sunnudaginn frumsýnir Ofsa í Kassanum. „Þetta er eins og með Macbeth og grísku harmleikina að þú sérð fyrir þér ákveðna hluti þegar þú hugsar um þá á leiksviði. Ofsi er auðvitað líkur Macbeth að innihaldi; Þuríður eggjar manninn sinn til illra verka eins og Lady Macbeth, en við völdum þá leið að hunsa tenginguna og ákváðum í staðinn að leika okkur að leikhúsforminu, leggja áherslu á hljóð frekar en mynd. Þetta eru svo myndrænir atburðir að setja á svið að okkur langaði að fara gegn því og hljóðgera atburðina í stað þess að myndgera þá.“ Marta segir að þegar áhorfendur gangi í salinn detti þeim fremur í hug tónleikasett en raunsæ leikmynd og leikararnir séu prúðbúnir að hætti höfðingja sögutímans en þó ekki í fatnaði frá þeim tíma. „Svo kjörnum við söguna þannig að það eru bara fjórir leikarar í sýningunni og þeir leika bara fjóra karaktera og síðan nafnlausan skara. Við erum einungis með þessa fjóra karaktera úr bókinni: Gissur Þorvaldsson, Eyjólf ofsa, Hrafn Oddsson og Þuríði eiginkonu Eyjólfs. Áherslan liggur á þeirra hjónabandi og síðan áhrifum Gissurar á þau og Hrafn.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson og Stefán Hallur Stefánsson leika persónurnar fjórar, Stígur Steinþórsson gerði leikmynd, Helga I. Stefánsdóttir búninga, Lárus Björnsson lýsir og um útsetningu og hönnun tónlistar sér Eggert Pálsson. „Það er bæði sungið og spilað á sviðinu og spiluð tónlist af bandi í sýningunni,“ segir Marta. „Leikararnir syngja meðal annars kveðskap úr Sturlungu, þannig að þetta er allt mjög þjóðlegt.“ Eins og áður sagði sömdu þau Marta, Jón Atli og leikhópurinn leikgerðina í sameiningu, héldu þau sig alveg við texta Einars? „Jón Atli lagði fram leikgerð sem við síðan tókum og unnum á gólfinu,“ útskýrir Marta. „Hún tók auðvitað miklum breytingum í ferlinu, eins og alltaf gerist. Meginhluti textans er frá Einari en Jón Atli á líka dálítið af honum.“ Frumsýningin verður í Kassanum á sunnudaginn og sex aðrar sýningar eru komnar í sölu en Marta segist ekki vita á þessari stundu hversu margar þær verði. „Við erum ásamt Þjóðleikhúsinu að reyna að finna meiri tíma fyrir okkur og vonandi gengur það upp.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við Jón Atli Jónasson unnum leikgerð upp úr skáldsögunni Ofsa eftir Einar Kárason en við erum með ákveðið konsept sem tekur verkið út úr þeim hugmyndum sem við höfðum um það hvernig bæri að sviðsetja þetta verk,“ segir Marta Nordal, leikstjóri leikhópsins Aldrei óstelandi, sem á sunnudaginn frumsýnir Ofsa í Kassanum. „Þetta er eins og með Macbeth og grísku harmleikina að þú sérð fyrir þér ákveðna hluti þegar þú hugsar um þá á leiksviði. Ofsi er auðvitað líkur Macbeth að innihaldi; Þuríður eggjar manninn sinn til illra verka eins og Lady Macbeth, en við völdum þá leið að hunsa tenginguna og ákváðum í staðinn að leika okkur að leikhúsforminu, leggja áherslu á hljóð frekar en mynd. Þetta eru svo myndrænir atburðir að setja á svið að okkur langaði að fara gegn því og hljóðgera atburðina í stað þess að myndgera þá.“ Marta segir að þegar áhorfendur gangi í salinn detti þeim fremur í hug tónleikasett en raunsæ leikmynd og leikararnir séu prúðbúnir að hætti höfðingja sögutímans en þó ekki í fatnaði frá þeim tíma. „Svo kjörnum við söguna þannig að það eru bara fjórir leikarar í sýningunni og þeir leika bara fjóra karaktera og síðan nafnlausan skara. Við erum einungis með þessa fjóra karaktera úr bókinni: Gissur Þorvaldsson, Eyjólf ofsa, Hrafn Oddsson og Þuríði eiginkonu Eyjólfs. Áherslan liggur á þeirra hjónabandi og síðan áhrifum Gissurar á þau og Hrafn.“ Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson og Stefán Hallur Stefánsson leika persónurnar fjórar, Stígur Steinþórsson gerði leikmynd, Helga I. Stefánsdóttir búninga, Lárus Björnsson lýsir og um útsetningu og hönnun tónlistar sér Eggert Pálsson. „Það er bæði sungið og spilað á sviðinu og spiluð tónlist af bandi í sýningunni,“ segir Marta. „Leikararnir syngja meðal annars kveðskap úr Sturlungu, þannig að þetta er allt mjög þjóðlegt.“ Eins og áður sagði sömdu þau Marta, Jón Atli og leikhópurinn leikgerðina í sameiningu, héldu þau sig alveg við texta Einars? „Jón Atli lagði fram leikgerð sem við síðan tókum og unnum á gólfinu,“ útskýrir Marta. „Hún tók auðvitað miklum breytingum í ferlinu, eins og alltaf gerist. Meginhluti textans er frá Einari en Jón Atli á líka dálítið af honum.“ Frumsýningin verður í Kassanum á sunnudaginn og sex aðrar sýningar eru komnar í sölu en Marta segist ekki vita á þessari stundu hversu margar þær verði. „Við erum ásamt Þjóðleikhúsinu að reyna að finna meiri tíma fyrir okkur og vonandi gengur það upp.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira