Glæpsamlegur lestur með djassstemningu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:00 Lesið verður upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar lesa úr sínum verkum. vísir/Getty Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag boðar til síns árlega Glæpakvölds í kvöld. Á glæpakvöldinu, sem markar í raun byrjun alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir, verður lesið upp úr nýjum, íslenskum glæpasögum og leikinn glæpsamlegur djass auk þess sem þrír erlendir höfundar, gestir á Iceland Noir-hátíðinni, munu lesa úr sínum verkum. Þessi myrkraverk fara fram á efri hæðinni á Sólon, Bankastræti 7. Húsið verður opnað klukkan 20, upplestrar hefjast um 20.30. „Glæpafélagið hefur haldið svona kvöld árlega síðan um aldamótin,“ segir Ævar Örn Jósepsson, glæpasagnahöfundur og talsmaður Hins íslenska glæpafélags. „Eins og í fyrra er þetta nokkurs konar upptaktur að glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem hefst á föstudagsmorgun í Norræna húsinu.“ Glæpakvöldið nýtur góðs af gestum Iceland Noir því ekki ómerkari menn en Norðmaðurinn Vidar Sundstöl og Finninn Antti Tuomainen, sem Íslendingar þekkja í þýðingum, eru meðal þeirra sem lesa upp í kvöld. Einnig les bandaríski höfundurinn David Swatling, en hann tekur þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni í flokknum New Blood, eða nýtt blóð. Meðal íslensku höfundanna eru þau Finnbogi Hermannsson og Guðrún Guðlaugsdóttir, sem bæði eru nýliðar í glæpasagnaritun, þótt þau hafi skrifað fjölmargar bækur. Aðrir höfundar sem lesa upp eru þau Steinar Bragi, Jón Óttar Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson, sem öll lesa auðvitað úr nýútkomnum bókum sínum. Það vekur athygli að sjá þá Finnboga og Steinar þarna meðal glæpasagnahöfundanna, bók Finnboga er sagnfræðileg skáldsaga um glæp og bók Steinars snýst meira um hefnd en glæpinn sjálfan. Það liggur því beint við að spyrja Ævar Örn hver sé eiginlega skilgreiningin á glæpasögu. „Það er næstum því eins loðið og teygjanlegt hugtak og klám,“ segir hann og dæsir. „Og menn hafa rifist um þessa skilgreiningu lengi. Sumir vilja setja alla krimma undir einn hatt og kalla afþreyingu. Að efnið sé alltaf glæpur og síðan leitin að glæpamanninum og/eða að kitla spennutaugar fólks, en það er auðvitað til fjöldinn allur af góðum krimmum sem eru afskaplega hægir og rólegir og ganga aðallega út á að skoða mannssálina, glæpirnir eru meira bara krydd í frásögnina. Hin klassíska glæpasaga snýst hins vegar vissulega um það að það er framinn glæpur og upphefst leit að þeim sem framdi hann. Oftast endar svo sagan á að viðkomandi finnst en það hefur þó dálítið verið vikið frá þeirri reglu undanfarin ár, menn eru orðnir raunsærri.“ Á milli upplestra verður leikinn „glæpsamlegur“ djass undir forystu Eðvarðs Lárussonar og Ævar segir stemninguna verða í anda búlla sem fólk kannist við úr amerískum glæpamyndum, sem sé glæpsamlega góð. Hann ítrekar að frítt sé inn og allir hjartanlega velkomnir og bendir í lokin glæpaþyrstum á að kynna sér dagskrá Iceland Noir.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira