Setjum efnið í leikrænan búning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:15 "Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld,“ segir Jón Svavar sem hér er lengst til vinstri. „Þetta verður eiginlega tónleikhús. Við setjum efnið í leikrænan búning undir stjórn Friðgeirs Einarssonar og böðum okkur bæði í vatni og reyk. Lögin hans Karls Ottós eru samt aðalatriðið,“ segir Jón Svavar Jósefsson barítón um skemmtun í Iðnó á morgun, sunnudag, klukkan 16. Þar er verið að fagna útgáfu geisladisksins Gekk ég aleinn með sönglögum Karls Ottós Runólfssonar og auk Jóns Svavars sjá Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og tónlistarhópurinn Kúbus um flutning þeirra. Á fimmtudagsmorgun var reyndar sellóleikarinn handleggsbrotinn og píanistinn með flensu en síðdegis sama dag var Jón Svavar bjartsýnn. „Það hoppaði annar sellisti inn og píanistinn er allur að koma til svo við ætlum að kýla á þetta.“ Tónlistarhópurinn Kúbus var stofnaður á síðasta ári. Í þeim hópi er Guðrún Dalía píanóleikari en hún og Jón Svavar hafa átt áralangt samstarf að hans sögn. „Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld. Það varð úr að Kúbus ásamt mér og Hildigunni ákváðum að halda tónleika og fengum Hjört Jóhannsson píanóleikara úr Hjaltalín til að útsetja fyrir okkur 16 lög. Svo keyrðum við á Karolina Fund, söfnuðum 8.000 evrum og erum komin með disk í hendur.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta verður eiginlega tónleikhús. Við setjum efnið í leikrænan búning undir stjórn Friðgeirs Einarssonar og böðum okkur bæði í vatni og reyk. Lögin hans Karls Ottós eru samt aðalatriðið,“ segir Jón Svavar Jósefsson barítón um skemmtun í Iðnó á morgun, sunnudag, klukkan 16. Þar er verið að fagna útgáfu geisladisksins Gekk ég aleinn með sönglögum Karls Ottós Runólfssonar og auk Jóns Svavars sjá Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og tónlistarhópurinn Kúbus um flutning þeirra. Á fimmtudagsmorgun var reyndar sellóleikarinn handleggsbrotinn og píanistinn með flensu en síðdegis sama dag var Jón Svavar bjartsýnn. „Það hoppaði annar sellisti inn og píanistinn er allur að koma til svo við ætlum að kýla á þetta.“ Tónlistarhópurinn Kúbus var stofnaður á síðasta ári. Í þeim hópi er Guðrún Dalía píanóleikari en hún og Jón Svavar hafa átt áralangt samstarf að hans sögn. „Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld. Það varð úr að Kúbus ásamt mér og Hildigunni ákváðum að halda tónleika og fengum Hjört Jóhannsson píanóleikara úr Hjaltalín til að útsetja fyrir okkur 16 lög. Svo keyrðum við á Karolina Fund, söfnuðum 8.000 evrum og erum komin með disk í hendur.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira