Þar ræður hauststemning ríkjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:15 Tríóið Aladár Rácz, Gunnhildur Halla og Ármann spila á 15.15. tónleikasyrpu Norræna hússins á morgun. „Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur. Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur.
Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira