Fékk lausn við krónískum verkjum Rikka skrifar 16. nóvember 2014 10:00 Vala Steinsen segir meðferðina vera blöndu af sjúkraþjálfun og sálfræði. VÍSIR/STEFÁN Vala Steinsen slasaðist í árekstri á Reykjanesbrautinni fyrir nokkrum árum síðan. Í kjölfarið tók við breytt lífsmunstur því Vala gat eiginlega hvorki stundað líkamsrækt né dans af kappi eins og áður. „Ég var alltaf með hausverk og bakverki og gat mig varla hreyft,“ segir hún. Vala var búin að reyna ýmiskonar úrræði þegar henni var bent á að leita til Erlu Ólafsdóttur höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila sem hún ákvað að gera, þar sem engu var að tapa. Meðferðin gekk vonum framar og er Vala önnur manneskja í dag. „Árangurinn var miklu meiri en ég bjóst við, ég er allt önnur í dag. Í dag hreyfi ég mig, dansa og líður almennt mjög vel,“ segir hún. Í kjölfarið ákvað Vala að kynna sér meðferðarúrræðið betur og úr varð að hún ákvað að slá til og læra að verða meðferðaraðili sjálf. „Það vakti forvitni mína hversu ótrúlega góður árangurinn var svo ég ákvað að læra þetta til að geta hjálpað öðrum til að þeim líði jafn vel og mér,“ segir hún. Samhliða náminu var Vala í sálfræðinámi í Háskóla Íslands og hefur hún hug á því að tengja frekar saman sálfræðina og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðina. „Ég hef áhuga á því að nálgast hlutina frá nýjum sjónarhornum. Í sálfræðinni eru kennd vönduð vísindaleg vinnubrögð varðandi rannsóknir og tölfræði sem ég mun nýta mér í framtíðinni við að framkvæma rannsóknir á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð,“ segir hún og bætir við að sig langi til þess að sjá frekari samvinnu á milli heilbrigðisstéttarinnar og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila. „Meðferðin getur hjálpað fólki sem er til dæmis í krabbameinslyfjameðferð með svefn og einnig ógleði. Ég veit til þess að á virtum spítölum í Bretlandi eru sjálfboðaliðar með höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir aðstandendur og starfsfólk spítalanna til að minnka streitu innan spítalans. Það græða allir á því að þetta verði meiri samvinna og minni fordómar,“ segir Vala.Finnur taktinn í mænunni Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er ólík öllum öðrum meðferðum og finnst Völu best að lýsa meðferðinni sem blöndu af sjúkraþjálfun og sálfræði. „Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð snýst um að vinna í heila- og mænuvökva en hann gegnir meðal annars því hlutverki að næra miðtaugakerfið. Mænuvökvinn hreyfist eftir ákveðnum takti. Takturinn er talin koma til vegna frameiðslu og frásogs vökvans innan miðtaugakerfisins. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðin snýst um að greina þennan takt og finna hvort hann sé eðlilegur eða stíflaður og vinna með að losa stíflur ef einhverjar eru, til þess að fá eðlilegt flæði í miðtaugakerfið á ný,“ segir Vala og bætir við að óeðlilegt flæði vökvans í miðtaugakerfinu geti valdið bæði líkamlegum og andlegum vandamálum. Margir þeirra sem að leita til Völu þjást af mígreni og svefnvandamálum og fá oftar en ekki lausn sinna mála í meðferðinni. „Fólk er endurnært og sefur betur eftir meðferðina, einnig hefur fengist góður árangur með börn sem þjást af ofvirkni, athyglisbresti og einhverfu,“ segir Vala og bendir á að lokum að meðferðin komi ekki í stað annarra hefðbundinna meðferða heldur vinni þetta allt vel saman í átt að heilbrigðri vegferð. Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Vala Steinsen slasaðist í árekstri á Reykjanesbrautinni fyrir nokkrum árum síðan. Í kjölfarið tók við breytt lífsmunstur því Vala gat eiginlega hvorki stundað líkamsrækt né dans af kappi eins og áður. „Ég var alltaf með hausverk og bakverki og gat mig varla hreyft,“ segir hún. Vala var búin að reyna ýmiskonar úrræði þegar henni var bent á að leita til Erlu Ólafsdóttur höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila sem hún ákvað að gera, þar sem engu var að tapa. Meðferðin gekk vonum framar og er Vala önnur manneskja í dag. „Árangurinn var miklu meiri en ég bjóst við, ég er allt önnur í dag. Í dag hreyfi ég mig, dansa og líður almennt mjög vel,“ segir hún. Í kjölfarið ákvað Vala að kynna sér meðferðarúrræðið betur og úr varð að hún ákvað að slá til og læra að verða meðferðaraðili sjálf. „Það vakti forvitni mína hversu ótrúlega góður árangurinn var svo ég ákvað að læra þetta til að geta hjálpað öðrum til að þeim líði jafn vel og mér,“ segir hún. Samhliða náminu var Vala í sálfræðinámi í Háskóla Íslands og hefur hún hug á því að tengja frekar saman sálfræðina og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðina. „Ég hef áhuga á því að nálgast hlutina frá nýjum sjónarhornum. Í sálfræðinni eru kennd vönduð vísindaleg vinnubrögð varðandi rannsóknir og tölfræði sem ég mun nýta mér í framtíðinni við að framkvæma rannsóknir á höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð,“ segir hún og bætir við að sig langi til þess að sjá frekari samvinnu á milli heilbrigðisstéttarinnar og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðila. „Meðferðin getur hjálpað fólki sem er til dæmis í krabbameinslyfjameðferð með svefn og einnig ógleði. Ég veit til þess að á virtum spítölum í Bretlandi eru sjálfboðaliðar með höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir aðstandendur og starfsfólk spítalanna til að minnka streitu innan spítalans. Það græða allir á því að þetta verði meiri samvinna og minni fordómar,“ segir Vala.Finnur taktinn í mænunni Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er ólík öllum öðrum meðferðum og finnst Völu best að lýsa meðferðinni sem blöndu af sjúkraþjálfun og sálfræði. „Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð snýst um að vinna í heila- og mænuvökva en hann gegnir meðal annars því hlutverki að næra miðtaugakerfið. Mænuvökvinn hreyfist eftir ákveðnum takti. Takturinn er talin koma til vegna frameiðslu og frásogs vökvans innan miðtaugakerfisins. Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðin snýst um að greina þennan takt og finna hvort hann sé eðlilegur eða stíflaður og vinna með að losa stíflur ef einhverjar eru, til þess að fá eðlilegt flæði í miðtaugakerfið á ný,“ segir Vala og bætir við að óeðlilegt flæði vökvans í miðtaugakerfinu geti valdið bæði líkamlegum og andlegum vandamálum. Margir þeirra sem að leita til Völu þjást af mígreni og svefnvandamálum og fá oftar en ekki lausn sinna mála í meðferðinni. „Fólk er endurnært og sefur betur eftir meðferðina, einnig hefur fengist góður árangur með börn sem þjást af ofvirkni, athyglisbresti og einhverfu,“ segir Vala og bendir á að lokum að meðferðin komi ekki í stað annarra hefðbundinna meðferða heldur vinni þetta allt vel saman í átt að heilbrigðri vegferð.
Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira