Fjórði vitringurinn 1. nóvember 2014 00:01 Gráhærður öldungur var á leið til Betlehem. Hann hafði meðferðis flösku með dýrindis smyrslum, gullmola og rauðan rúbínstein, sem hann virti fyrir sér með mikilli aðdáun. Er hann nálgaðist bæinn var fyrir honum hópur manna sem var að stumra yfir særðum dreng á veginum. Öldungurinn gekk að drengnum og áður en hann vissi af var hann búinn að hella öllum dýrmætu smyrslunum yfir sár drengsins. Því næst hélt hann áfram för sinni til Betlehem. “Ég á þó alltaf gullmolann og rúbíninn,” hugsaði hann með sér. Allt í einu var tekið í hönd hans og sagt: “Góði herra, gef mér ölmusu ég er gamall og fátækur.” Gráhærði öldungurinn leit á vesalings beiningamanninn, og gat ekki fengið af sér að neita bæn hans. Hann átti enga aðra peninga en gullmolann og lagði hann í útrétta hönd beiningamannsins. “Enn á ég ljómandi rúbín handa barninu, og er hann jafn mikils virði og smyrslin og gullið til samans.” Leið hans lá fram hjá torgi, þar sem verið var að selja þræla. Það var verið að bjóða upp yndislega fallegt barn. Rétt hjá stóð móðir barnsins yfirkomin af harmi og sorg. Þetta var meira en viðkvæmt hjarta gráhærða öldungsins gat þolað. Þetta gat hann ekki horft á aðgerðarlaus. “Rúbíninn minn, rúbíninn minn”. Hann ruddist í gegn um mannþyrpinguna með steininn í hendinni og keypti barnið. Hann rétti móðurinni barnið og sagði brosandi útundir eyru af ánægju: “Taktu barnið þitt, nú áttu það sjálf, taktu það. Hann ruddi sér braut án þess að bíða eftir þakklæti konunnar. En allt í einu nam hann staðar. Ánægjubrosið stirðnaði á vörum hans. “Ó, hrópaði hann, nú á ég enga gjöf eftir”. Hann snéri við hryggur í huga. Eftir stutta stund tyllti hann sér niður á þúfur við veginn. Hann hallaði sér upp að tré og sofnaði. Þegarð hann vaknaði aftur, ljómaði hann af gleði og hélt för sinni áfram hress í huga. Hvað hafði komið fyrir? Hann hafði dreymt draum. Í draumnum hafði hann séð fyrir sér barnið í Betlehem á hnjám móður sinnar. Hann hafði fallið fram fyrir barnið til þess að tilbiðja það. Er hann hóf upp augu sín, sá hann að dýrmæti steinninn glóði á enni barnsins og gullmolinn hans lá í litlu barnshöndinni. Er hann horfði hugfanginn á þetta, heyrði hann lága hvíslandi rödd barnsins, er það sagði: “Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, hafið þið gjört mér". Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gilsbakkaþula Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Langar í könguló í jólagjöf Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin
Gráhærður öldungur var á leið til Betlehem. Hann hafði meðferðis flösku með dýrindis smyrslum, gullmola og rauðan rúbínstein, sem hann virti fyrir sér með mikilli aðdáun. Er hann nálgaðist bæinn var fyrir honum hópur manna sem var að stumra yfir særðum dreng á veginum. Öldungurinn gekk að drengnum og áður en hann vissi af var hann búinn að hella öllum dýrmætu smyrslunum yfir sár drengsins. Því næst hélt hann áfram för sinni til Betlehem. “Ég á þó alltaf gullmolann og rúbíninn,” hugsaði hann með sér. Allt í einu var tekið í hönd hans og sagt: “Góði herra, gef mér ölmusu ég er gamall og fátækur.” Gráhærði öldungurinn leit á vesalings beiningamanninn, og gat ekki fengið af sér að neita bæn hans. Hann átti enga aðra peninga en gullmolann og lagði hann í útrétta hönd beiningamannsins. “Enn á ég ljómandi rúbín handa barninu, og er hann jafn mikils virði og smyrslin og gullið til samans.” Leið hans lá fram hjá torgi, þar sem verið var að selja þræla. Það var verið að bjóða upp yndislega fallegt barn. Rétt hjá stóð móðir barnsins yfirkomin af harmi og sorg. Þetta var meira en viðkvæmt hjarta gráhærða öldungsins gat þolað. Þetta gat hann ekki horft á aðgerðarlaus. “Rúbíninn minn, rúbíninn minn”. Hann ruddist í gegn um mannþyrpinguna með steininn í hendinni og keypti barnið. Hann rétti móðurinni barnið og sagði brosandi útundir eyru af ánægju: “Taktu barnið þitt, nú áttu það sjálf, taktu það. Hann ruddi sér braut án þess að bíða eftir þakklæti konunnar. En allt í einu nam hann staðar. Ánægjubrosið stirðnaði á vörum hans. “Ó, hrópaði hann, nú á ég enga gjöf eftir”. Hann snéri við hryggur í huga. Eftir stutta stund tyllti hann sér niður á þúfur við veginn. Hann hallaði sér upp að tré og sofnaði. Þegarð hann vaknaði aftur, ljómaði hann af gleði og hélt för sinni áfram hress í huga. Hvað hafði komið fyrir? Hann hafði dreymt draum. Í draumnum hafði hann séð fyrir sér barnið í Betlehem á hnjám móður sinnar. Hann hafði fallið fram fyrir barnið til þess að tilbiðja það. Er hann hóf upp augu sín, sá hann að dýrmæti steinninn glóði á enni barnsins og gullmolinn hans lá í litlu barnshöndinni. Er hann horfði hugfanginn á þetta, heyrði hann lága hvíslandi rödd barnsins, er það sagði: “Það, sem þér gerið einum af mínum minnstu bræðrum, hafið þið gjört mér".
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gilsbakkaþula Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólaís með Möndlu- hunangskexi Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Langar í könguló í jólagjöf Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin