Málfundur um kynblint hlutverkaval 10. nóvember 2014 10:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri og Emily Carding leikkona vinna nú að uppsetningu á Ríkharði III fyrir eina konu. Mynd úr einkasafni Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira