Vaxandi gjá mun enda með borgarastyrjöld 7. nóvember 2014 09:30 Ljóðabók Yahya Hassan er nýkomin út í íslenskri þýðingu en bókin hefur valdið mikilli ólgu í Danmörku og er honum ekki óhætt að ganga einn um göturnar vegna líkamsárása og aðkasts. vísir/stefán Yahya Hassan sendi frá sér ljóðabók átján ára gamall sem lýsir uppvexti í fátækrahverfi í Árósum. Hann lætur allt flakka í bókinni, talar um gegndarlaust ofbeldi föður síns, gagnrýnir bókstafstrú múslima og úrræðaleysi danska samfélagsins í innflytjendamálum. Þremur mánuðum eftir að ljóðabókin, sem ber einfaldlega nafn Yahya Hassan, kom út hafði hún selst í yfir hundrað þúsund eintökum en einnig valdið svo miklum usla í dönsku samfélagi að höfundurinn gengur ekki um götur Kaupmannahafnar án þess að hafa lífverði sér við hlið. Hassan er staddur hér á landi þar sem bók hans er nú komin út í íslenskri þýðingu. Við sitjum úti því hann vill geta reykt með kaffinu sínu. Hann er löngu orðinn vanur sviðsljósinu enda orðinn afar þekktur í Danmörku og óhræddur við að tjá skoðanir sínar. En bjóst hann við þessum viðtökum þegar hann gaf út bókina? „Já, ég vissi að það yrði allt vitlaust og var undirbúinn fyrir það. Ég hafði fundið það frá mínu nánasta umhverfi enda hef ég lengi talað opinskátt um skoðanir mínar og samið ljóð. Ég hafði áður kynnst ofbeldinu og hótununum vegna þessa, en nú er það margfalt meira. Auðvitað er bókin ákveðið form uppreisnar og ég skrifa hana á mjög einföldu og skýru máli því ég vil að allir skilji mig. Ég hef engan áhuga á að reyna að vera flókinn og dularfullur.“Fjölmiðlar bjuggu til æsinginn Hassan hefur vakið reiði meðal múslima en einnig innan eigin fjölskyldu og talar hann til að mynda ekki við föður sinn í dag. Hann er sagður alhæfa um múslima út frá eigin reynslu, er sakaður um að vera rasisti og múslimahatari því hann gagnrýnir trúna, hefðirnar og aðstæðurnar á mörgum heimilum í fátækrahverfunum. „Ég alhæfi ekkert. Þetta er bara minn uppvöxtur og mín reynsla. Ég skrifaði bók í fyrstu persónu og þetta eru mínar skoðanir. Ég segi ekki að allir múslimar séu eins. Ég segi að það sé ákveðinn strúktur í þessum hverfum alveg eins og öðrum hverfum. Þessi strúktur byggist á glæpum, ofbeldi og félagslegum vanda. Þannig er það bara. En eftir að bókin kom út nýttu danskir fjölmiðlar bókina mína til að birta æsifréttir. Það eru fjölmiðlar sem notuðu mín orð til að alhæfa um alla múslima og gerðu allt vitlaust í samfélaginu.“ Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á þeirri gjá sem hefur myndast milli múslima og kristinna í Danmörku að mati Hassans. Hann segir fjölmiðla stilla upp öfgasinnuðum fulltrúum hægriflokka kristinna og múslima í sjónvarpi eins og skemmtiefni þar sem fylgst er með hverjir verða reiðastir eða segja mest sjokkerandi hlutina. „Þessir fulltrúar eru á engan hátt dæmigerðir fyrir samfélagið en umræðan býr til hatur og verður til þess að múslimar einangra sig enn frekar og missa áhugann á að verða hluti af dönsku samfélagi. Ef gjáin fær að stækka meira endar þetta með borgarstyrjöld.“ Hassan gagnrýnir einnig innflytjendastefnu danskra stjórnvalda. Honum finnst innflytjendastefna þeirra einnig vera útilokandi í stað þess að taka utan um flóttafólk. „Það er ábyrgðarleysi að safna öllu flóttafólki saman á einn stað. Það ætti að dreifa fólki í hverfin þar sem það á mun meiri möguleika á að aðlagast nýju samfélagi. Mér hefur aldrei fundist ég hluti af dönsku samfélagi, jafnvel þótt ég sé fæddur í Danmörku. Maður er hluti af samfélagi múslima í fátækrahverfi. Það er ekki sú tilvera sem gefur manni góðan undirbúning út í lífið, fólk er illa menntað og menningin verður mjög frumstæð.“Trúin notuð sem vopn Hassan segir fólk iðka trúna á undarlegum forsendum og veikbyggðum grunni. Þannig sé trúin einfölduð og fari að snúast um siði og pólitík frekar en dýpri hugsun. „Í bókinni er ég nefnilega ekki að gagnrýna íslamska trú sem slíka heldur hvernig trúin er notuð sem vopn. Við sem erum fædd í Danmörku en alin upp í íslamskri menningu getum ekki dýpkað þennan skilning eða fræðst um trúna. Fyrir það fyrsta erum við fæst læs á arabísku og því lærum við bara af umhverfinu, frá foreldrum okkar sem koma úr flóttamannabúðum og hafa ekki sjálf fræðst mikið um trúna. Þannig að á endanum snýst þetta eingöngu um að borða ekki svínakjöt og fylgja skrýtnum reglum sem takmarka íslamska menningu.“ En hverrar trúar ert þú? „Það eru ákveðin gildi og hefðir úr vestrænni menningu sem ég tek til mín og það er eins með íslamska menningu. En ég bið ekki enda geng ég ekki upp í helgisiðunum“ En finnst þér þú þá ekki tilheyra neinu samfélagi í dag, hinu danska eða íslamska? „Nei. En ég hef tungumálið. Ég samsama mig tungumálinu en ekki þjóðum eða táknum,“ segir þetta unga ljóðskáld að lokum sem er laust við lífverðina á Íslandi og segist fagna frelsinu meðan á dvöl hans stendur. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Yahya Hassan sendi frá sér ljóðabók átján ára gamall sem lýsir uppvexti í fátækrahverfi í Árósum. Hann lætur allt flakka í bókinni, talar um gegndarlaust ofbeldi föður síns, gagnrýnir bókstafstrú múslima og úrræðaleysi danska samfélagsins í innflytjendamálum. Þremur mánuðum eftir að ljóðabókin, sem ber einfaldlega nafn Yahya Hassan, kom út hafði hún selst í yfir hundrað þúsund eintökum en einnig valdið svo miklum usla í dönsku samfélagi að höfundurinn gengur ekki um götur Kaupmannahafnar án þess að hafa lífverði sér við hlið. Hassan er staddur hér á landi þar sem bók hans er nú komin út í íslenskri þýðingu. Við sitjum úti því hann vill geta reykt með kaffinu sínu. Hann er löngu orðinn vanur sviðsljósinu enda orðinn afar þekktur í Danmörku og óhræddur við að tjá skoðanir sínar. En bjóst hann við þessum viðtökum þegar hann gaf út bókina? „Já, ég vissi að það yrði allt vitlaust og var undirbúinn fyrir það. Ég hafði fundið það frá mínu nánasta umhverfi enda hef ég lengi talað opinskátt um skoðanir mínar og samið ljóð. Ég hafði áður kynnst ofbeldinu og hótununum vegna þessa, en nú er það margfalt meira. Auðvitað er bókin ákveðið form uppreisnar og ég skrifa hana á mjög einföldu og skýru máli því ég vil að allir skilji mig. Ég hef engan áhuga á að reyna að vera flókinn og dularfullur.“Fjölmiðlar bjuggu til æsinginn Hassan hefur vakið reiði meðal múslima en einnig innan eigin fjölskyldu og talar hann til að mynda ekki við föður sinn í dag. Hann er sagður alhæfa um múslima út frá eigin reynslu, er sakaður um að vera rasisti og múslimahatari því hann gagnrýnir trúna, hefðirnar og aðstæðurnar á mörgum heimilum í fátækrahverfunum. „Ég alhæfi ekkert. Þetta er bara minn uppvöxtur og mín reynsla. Ég skrifaði bók í fyrstu persónu og þetta eru mínar skoðanir. Ég segi ekki að allir múslimar séu eins. Ég segi að það sé ákveðinn strúktur í þessum hverfum alveg eins og öðrum hverfum. Þessi strúktur byggist á glæpum, ofbeldi og félagslegum vanda. Þannig er það bara. En eftir að bókin kom út nýttu danskir fjölmiðlar bókina mína til að birta æsifréttir. Það eru fjölmiðlar sem notuðu mín orð til að alhæfa um alla múslima og gerðu allt vitlaust í samfélaginu.“ Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á þeirri gjá sem hefur myndast milli múslima og kristinna í Danmörku að mati Hassans. Hann segir fjölmiðla stilla upp öfgasinnuðum fulltrúum hægriflokka kristinna og múslima í sjónvarpi eins og skemmtiefni þar sem fylgst er með hverjir verða reiðastir eða segja mest sjokkerandi hlutina. „Þessir fulltrúar eru á engan hátt dæmigerðir fyrir samfélagið en umræðan býr til hatur og verður til þess að múslimar einangra sig enn frekar og missa áhugann á að verða hluti af dönsku samfélagi. Ef gjáin fær að stækka meira endar þetta með borgarstyrjöld.“ Hassan gagnrýnir einnig innflytjendastefnu danskra stjórnvalda. Honum finnst innflytjendastefna þeirra einnig vera útilokandi í stað þess að taka utan um flóttafólk. „Það er ábyrgðarleysi að safna öllu flóttafólki saman á einn stað. Það ætti að dreifa fólki í hverfin þar sem það á mun meiri möguleika á að aðlagast nýju samfélagi. Mér hefur aldrei fundist ég hluti af dönsku samfélagi, jafnvel þótt ég sé fæddur í Danmörku. Maður er hluti af samfélagi múslima í fátækrahverfi. Það er ekki sú tilvera sem gefur manni góðan undirbúning út í lífið, fólk er illa menntað og menningin verður mjög frumstæð.“Trúin notuð sem vopn Hassan segir fólk iðka trúna á undarlegum forsendum og veikbyggðum grunni. Þannig sé trúin einfölduð og fari að snúast um siði og pólitík frekar en dýpri hugsun. „Í bókinni er ég nefnilega ekki að gagnrýna íslamska trú sem slíka heldur hvernig trúin er notuð sem vopn. Við sem erum fædd í Danmörku en alin upp í íslamskri menningu getum ekki dýpkað þennan skilning eða fræðst um trúna. Fyrir það fyrsta erum við fæst læs á arabísku og því lærum við bara af umhverfinu, frá foreldrum okkar sem koma úr flóttamannabúðum og hafa ekki sjálf fræðst mikið um trúna. Þannig að á endanum snýst þetta eingöngu um að borða ekki svínakjöt og fylgja skrýtnum reglum sem takmarka íslamska menningu.“ En hverrar trúar ert þú? „Það eru ákveðin gildi og hefðir úr vestrænni menningu sem ég tek til mín og það er eins með íslamska menningu. En ég bið ekki enda geng ég ekki upp í helgisiðunum“ En finnst þér þú þá ekki tilheyra neinu samfélagi í dag, hinu danska eða íslamska? „Nei. En ég hef tungumálið. Ég samsama mig tungumálinu en ekki þjóðum eða táknum,“ segir þetta unga ljóðskáld að lokum sem er laust við lífverðina á Íslandi og segist fagna frelsinu meðan á dvöl hans stendur.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira