Útgáfusamningur eftir fótboltaleik Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 11:00 Ragnar Jónasson: „Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Vísir/Stefán Hugmyndin er að þetta verði síðasta bókin um Ara Þór, í bili allavega,“ segir Ragnar Jónasson um nýja skáldsögu sína Náttblindu, sem eins og fyrri bækur hans fjallar um lögreglumanninn Ara Þór Arason og störf hans norður á Siglufirði. „Sögusvið næstu bókar verður heldur ekki Siglufjörður,“ bætir hann við. „Ég tek mér hlé frá því umhverfi.“ Náttblinda er fimmta bókin um Ara og óhætt er að segja að sjaldan hafi hann glímt við erfiðari mál en í þessari bók, bæði í starfi og einkalífi. Ragnar hlær þegar ég ásaka hann um að vera vondur við söguhetjuna og segist hafa fullt leyfi til þess þar sem hann hafi skapað hana. En er ekki óðs manns æði að yfirgefa svona vinsæla persónu? „Fólk hefur náð furðulega góðri tengingu við Ara, það er rétt, en mig langar bara að skrifa um einhvern annan núna,“ segir hann. „Hann lifir hins vegar af þessa sögu svo það er ekkert útilokað að hann snúi til baka síðar.“ Þegar hefur verið samið um útgáfu Náttblindu á ensku og sagan af því hvernig það kom til er nokkuð skondin. Á glæpasagnahátíð í Skotlandi fyrir skemmstu tók Ragnar þátt í knattspyrnuleik milli skoskra og enskra glæpasagnahöfunda og það hafði örlagaríkar afleiðingar. „Áður en hátíðin hófst höfðu Skotarnir samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að spila fótbolta með enskum höfundum á móti skoskum. Það benti ekki til að þeir hefðu mikið álit á fótboltafærni minni enda fór það svo að við Englendingar töpuðum leiknum 13-1. Það skemmtilega við þennan leik var hins vegar að í liði Englendinga var ein kona og í spjalli eftir leikinn kom í ljós að hún er útgefandi sem var að leita sér að nýjum höfundum. Niðurstaðan varð sú að nokkrum dögum seinna var hún búin að gera tilboð í þessa bók mína og fyrstu bókina, Snjóblindu, líka og hún mun væntanlega koma út í Bretlandi á næsta ári. Þær gerast báðar að mestu leyti á Siglufirði og það er ákveðin tenging á milli þeirra, þannig að ég held það sé sniðugt hjá þeim að taka þær fyrst. Svo kemur bara í ljós hvort þær ganga nógu vel til að það verði hægt að taka sögurnar þarna á milli. Svona er nú ótrúlegt hvernig hlutirnir gerast.“ Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson hafa keypt réttinn að Snjóblindu í þeim tilgangi að gera eftir henni sjónvarpsþætti en Ragnar segir ekki komið í ljós hvenær gerð þeirra hefjist. „Það er bara svona eins og gengur í þessum bransa, maður bíður lengi eftir því að eitthvað gerist,“ segir hann. „Ég anda alveg rólega yfir því.“ Ragnar er einn af forvígismönnum glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir sem verður haldin í annað sinn í Norræna húsinu 20. til 23. nóvember. „Við stöndum fyrir þessu ég, Yrsa Sigurðardóttir og Quentin Bates, eins og í fyrra, en í ár fengum við Lilju Sigurðardóttur til liðs við okkur,“ segir hann. „Þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt því við erum með mjög marga góða höfunda núna. Við lögðum áherslu á að fá norræna höfunda á hátíðina enda er mesta aðdráttaraflið fyrir þátttakendur, sem flestir eru frá Bretlandi, að sjá hér eitthvað annað en þeir eru vanir á sínum hátíðum. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað Bretarnir eru spenntir fyrir þessari hátíð, frá þeim mæta ekki bara nokkrir höfundar heldur líka útgefendur, lesendur og gagnrýnendur. Það eina sem okkur vantar núna er að fá fleiri Íslendinga til að mæta.“ Það virðist vera mikill áhugi fyrir íslenskum glæpasögum í Bretlandi þessi árin. „Já, það vekur alltaf mikla athygli þegar maður mætir á svona hátíðir þar. Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Engin af bókum Ragnars er reyndar komin út á ensku, einungis á þýsku, og hann segir það valda dálitlum erfiðleikum í kynningu þeirra í enskumælandi löndum. „Það er auðvitað erfiðara að vekja áhuga útgefenda á bókum sem þeir geta ekki lesið sjálfir og þurfa að reiða sig á álit annarra og sömuleiðis er leiðinlegt að fara á svona hátíðir og segja frá bókum sínum en geta ekki bent fólki á hvernig það geti nálgast þær, en sem betur fer stendur það nú til betri vegar á næsta ári.“ Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hugmyndin er að þetta verði síðasta bókin um Ara Þór, í bili allavega,“ segir Ragnar Jónasson um nýja skáldsögu sína Náttblindu, sem eins og fyrri bækur hans fjallar um lögreglumanninn Ara Þór Arason og störf hans norður á Siglufirði. „Sögusvið næstu bókar verður heldur ekki Siglufjörður,“ bætir hann við. „Ég tek mér hlé frá því umhverfi.“ Náttblinda er fimmta bókin um Ara og óhætt er að segja að sjaldan hafi hann glímt við erfiðari mál en í þessari bók, bæði í starfi og einkalífi. Ragnar hlær þegar ég ásaka hann um að vera vondur við söguhetjuna og segist hafa fullt leyfi til þess þar sem hann hafi skapað hana. En er ekki óðs manns æði að yfirgefa svona vinsæla persónu? „Fólk hefur náð furðulega góðri tengingu við Ara, það er rétt, en mig langar bara að skrifa um einhvern annan núna,“ segir hann. „Hann lifir hins vegar af þessa sögu svo það er ekkert útilokað að hann snúi til baka síðar.“ Þegar hefur verið samið um útgáfu Náttblindu á ensku og sagan af því hvernig það kom til er nokkuð skondin. Á glæpasagnahátíð í Skotlandi fyrir skemmstu tók Ragnar þátt í knattspyrnuleik milli skoskra og enskra glæpasagnahöfunda og það hafði örlagaríkar afleiðingar. „Áður en hátíðin hófst höfðu Skotarnir samband við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að spila fótbolta með enskum höfundum á móti skoskum. Það benti ekki til að þeir hefðu mikið álit á fótboltafærni minni enda fór það svo að við Englendingar töpuðum leiknum 13-1. Það skemmtilega við þennan leik var hins vegar að í liði Englendinga var ein kona og í spjalli eftir leikinn kom í ljós að hún er útgefandi sem var að leita sér að nýjum höfundum. Niðurstaðan varð sú að nokkrum dögum seinna var hún búin að gera tilboð í þessa bók mína og fyrstu bókina, Snjóblindu, líka og hún mun væntanlega koma út í Bretlandi á næsta ári. Þær gerast báðar að mestu leyti á Siglufirði og það er ákveðin tenging á milli þeirra, þannig að ég held það sé sniðugt hjá þeim að taka þær fyrst. Svo kemur bara í ljós hvort þær ganga nógu vel til að það verði hægt að taka sögurnar þarna á milli. Svona er nú ótrúlegt hvernig hlutirnir gerast.“ Saga Film og Þorvaldur Davíð Kristjánsson hafa keypt réttinn að Snjóblindu í þeim tilgangi að gera eftir henni sjónvarpsþætti en Ragnar segir ekki komið í ljós hvenær gerð þeirra hefjist. „Það er bara svona eins og gengur í þessum bransa, maður bíður lengi eftir því að eitthvað gerist,“ segir hann. „Ég anda alveg rólega yfir því.“ Ragnar er einn af forvígismönnum glæpasagnahátíðarinnar Iceland Noir sem verður haldin í annað sinn í Norræna húsinu 20. til 23. nóvember. „Við stöndum fyrir þessu ég, Yrsa Sigurðardóttir og Quentin Bates, eins og í fyrra, en í ár fengum við Lilju Sigurðardóttur til liðs við okkur,“ segir hann. „Þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt því við erum með mjög marga góða höfunda núna. Við lögðum áherslu á að fá norræna höfunda á hátíðina enda er mesta aðdráttaraflið fyrir þátttakendur, sem flestir eru frá Bretlandi, að sjá hér eitthvað annað en þeir eru vanir á sínum hátíðum. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað Bretarnir eru spenntir fyrir þessari hátíð, frá þeim mæta ekki bara nokkrir höfundar heldur líka útgefendur, lesendur og gagnrýnendur. Það eina sem okkur vantar núna er að fá fleiri Íslendinga til að mæta.“ Það virðist vera mikill áhugi fyrir íslenskum glæpasögum í Bretlandi þessi árin. „Já, það vekur alltaf mikla athygli þegar maður mætir á svona hátíðir þar. Bara það að vera Íslendingur vekur áhuga á því sem maður er að skrifa.“ Engin af bókum Ragnars er reyndar komin út á ensku, einungis á þýsku, og hann segir það valda dálitlum erfiðleikum í kynningu þeirra í enskumælandi löndum. „Það er auðvitað erfiðara að vekja áhuga útgefenda á bókum sem þeir geta ekki lesið sjálfir og þurfa að reiða sig á álit annarra og sömuleiðis er leiðinlegt að fara á svona hátíðir og segja frá bókum sínum en geta ekki bent fólki á hvernig það geti nálgast þær, en sem betur fer stendur það nú til betri vegar á næsta ári.“
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira