Þekktu efnin í snyrtivörunum Adda Soffía skrifar 31. október 2014 12:00 visir/getty Húðin dregur til sín allt að sextíu prósent af því sem borið er á hana. Flestar konur, og karlar, nota fjöldann allan af snyrtivörum daglega. Húðin er hreinsuð og á hana eru borin krem. Því næst tekur við farði, púður, kinnalitur, maskari, blýantur og varalitur. Allar þessar vörur innihalda fjöldann allan af efnum sem yfirleitt þarf orðabók til þess að skilja. Það er sífellt verið að rannsaka þessi efni og niðurstöðurnar geta verið misjafnar og þeim ber ekki alltaf saman. Efni með flókin nöfn þurfa ekki alltaf að vera hættuleg og snyrtivörur sem merktar eru „natural“ eru það oft ekki. Úrval af náttúrulegum og lífrænum snyrtivörum verður þó sífellt betra og eru þær snyrtivörur yfirleitt lausar við skaðleg efni. Gott er að hafa í huga að hafa þær snyrtivörur, sem þú þværð ekki af eða liggja lengi á líkamanum, sem hreinastar svo sem húðmjólk, farða og varalit.Tocopherol Betur þekkt sem E-vítamín og er því fituleysanlegt. Er andoxandi og rakagefandi ásamt því að vera rotvarnarefni. Vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrkir collagen- og elastín-framleiðslu húðarinnar. Getur valdið kláða, en er yfirleitt hvorki ofnæmisvaldandi né hættulegt.Formaldehyde Betur þekkt sem formalín. Er upprunalega litlaust gas, en er í vökvaformi í snyrtivörum. Langalgengast í naglalakki og naglaherði, en finnst einnig í sjampói, vörum til þess að slétta hár eins og Brazilian blowout. Var talið hættulaust, en ef það er í vöru sem inniheldur triethanolamine (TEA), diethanolamine (DEA), eða monoethanolamine (MEA) getur það valdið ertingu í húð. Nokkrar rannsóknir sýna fram á að efnið geti verið krabbameinsvaldandi.Benzones Sólarvörn sem ver gegn UV-geislum. Viðheldur einnig lit og ilmi í snyrtivörum. Finnst í flestum sólarkremum og í farða, dagkremi og primer sem innihalda sólarvörn. Efnið hefur verið mjög umdeilt þar sem það brotnar niður þegar það kemst í snertingu við sólarljós, smýgur inn í húðina og situr eftir þar. Er talið ofnæmisvaldandi og ekki ráðlagt fyrir exemsjúklinga. Alcohols (Cetyl alcohol, Stearyl Alcohol, Ceteareth 20) Má ekki rugla saman við etanól eða própanól, sem er þurrkandi. Notað sem bindiefni til þess að blanda saman vatni og olíu og virkar einnig mýkjandi. Er algengast í hárnæringu og djúpnæringu. Í dag er það unnið úr kókosolíu eða pálmafeiti, en áður fyrr var það unnið úr sæði hvala.Glycerols (Glyceryl Oleate, Glyceryl Stearate, Glyceryl Cocoate) Virkar sem bindiefni eða þeyta í kremum og bindur raka í húðinni. Er sykra sem er oftast unnin úr plöntum, eins og til dæmis aloe vera-plöntunni. Það eina sem ber að varast við þessa sykru er að nota of mikið af henni, því vegna mjög svo rakabindandi eiginleika þá getur of stór skammtur haft þveröfug áhrif.Paraben Ein umdeildustu innihaldsefni í snyrtivörum fyrr og síðar. Paraben eru rotvarnarefni og finnast meðal annars í jarðarberjum og bláberjum. Fjöldi rannsókna hefur verið gerð á efnunum og eru niðurstöðurnar misjafnar. Efnin eru talin krabbameinsvaldandi en þau hafa fundist í brjóstakrabbameinsæxli og voru lengi tengd við notkun svitalyktareyðis. Aðrir vilja meina að efnin séu skaðlaus þeim sem ekki hafa aðra húðsjúkdóma eða hafa ofnæmi fyrir þeim. Það er talið að eftir því sem fleiri paraben-efni eru saman í einni vöru þeim mun skaðlegri séu þau.Þungmálmar Þungmálmar eins og blý (e. lead), kvikasilfur (e. mercury), arsenik og króm (e. chromium) eru mjög algeng í varalitum og glossi, en þeir eru taldir mjög krabbameinsvaldandi. Ekki virðist vera samasemmerki á milli hvort varan er dýr eða ekki. Misjafnt er eftir merkjum hversu mikið magnið er og hve margar tegundir eru í hverri vöru. Heilsa Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Húðin dregur til sín allt að sextíu prósent af því sem borið er á hana. Flestar konur, og karlar, nota fjöldann allan af snyrtivörum daglega. Húðin er hreinsuð og á hana eru borin krem. Því næst tekur við farði, púður, kinnalitur, maskari, blýantur og varalitur. Allar þessar vörur innihalda fjöldann allan af efnum sem yfirleitt þarf orðabók til þess að skilja. Það er sífellt verið að rannsaka þessi efni og niðurstöðurnar geta verið misjafnar og þeim ber ekki alltaf saman. Efni með flókin nöfn þurfa ekki alltaf að vera hættuleg og snyrtivörur sem merktar eru „natural“ eru það oft ekki. Úrval af náttúrulegum og lífrænum snyrtivörum verður þó sífellt betra og eru þær snyrtivörur yfirleitt lausar við skaðleg efni. Gott er að hafa í huga að hafa þær snyrtivörur, sem þú þværð ekki af eða liggja lengi á líkamanum, sem hreinastar svo sem húðmjólk, farða og varalit.Tocopherol Betur þekkt sem E-vítamín og er því fituleysanlegt. Er andoxandi og rakagefandi ásamt því að vera rotvarnarefni. Vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrkir collagen- og elastín-framleiðslu húðarinnar. Getur valdið kláða, en er yfirleitt hvorki ofnæmisvaldandi né hættulegt.Formaldehyde Betur þekkt sem formalín. Er upprunalega litlaust gas, en er í vökvaformi í snyrtivörum. Langalgengast í naglalakki og naglaherði, en finnst einnig í sjampói, vörum til þess að slétta hár eins og Brazilian blowout. Var talið hættulaust, en ef það er í vöru sem inniheldur triethanolamine (TEA), diethanolamine (DEA), eða monoethanolamine (MEA) getur það valdið ertingu í húð. Nokkrar rannsóknir sýna fram á að efnið geti verið krabbameinsvaldandi.Benzones Sólarvörn sem ver gegn UV-geislum. Viðheldur einnig lit og ilmi í snyrtivörum. Finnst í flestum sólarkremum og í farða, dagkremi og primer sem innihalda sólarvörn. Efnið hefur verið mjög umdeilt þar sem það brotnar niður þegar það kemst í snertingu við sólarljós, smýgur inn í húðina og situr eftir þar. Er talið ofnæmisvaldandi og ekki ráðlagt fyrir exemsjúklinga. Alcohols (Cetyl alcohol, Stearyl Alcohol, Ceteareth 20) Má ekki rugla saman við etanól eða própanól, sem er þurrkandi. Notað sem bindiefni til þess að blanda saman vatni og olíu og virkar einnig mýkjandi. Er algengast í hárnæringu og djúpnæringu. Í dag er það unnið úr kókosolíu eða pálmafeiti, en áður fyrr var það unnið úr sæði hvala.Glycerols (Glyceryl Oleate, Glyceryl Stearate, Glyceryl Cocoate) Virkar sem bindiefni eða þeyta í kremum og bindur raka í húðinni. Er sykra sem er oftast unnin úr plöntum, eins og til dæmis aloe vera-plöntunni. Það eina sem ber að varast við þessa sykru er að nota of mikið af henni, því vegna mjög svo rakabindandi eiginleika þá getur of stór skammtur haft þveröfug áhrif.Paraben Ein umdeildustu innihaldsefni í snyrtivörum fyrr og síðar. Paraben eru rotvarnarefni og finnast meðal annars í jarðarberjum og bláberjum. Fjöldi rannsókna hefur verið gerð á efnunum og eru niðurstöðurnar misjafnar. Efnin eru talin krabbameinsvaldandi en þau hafa fundist í brjóstakrabbameinsæxli og voru lengi tengd við notkun svitalyktareyðis. Aðrir vilja meina að efnin séu skaðlaus þeim sem ekki hafa aðra húðsjúkdóma eða hafa ofnæmi fyrir þeim. Það er talið að eftir því sem fleiri paraben-efni eru saman í einni vöru þeim mun skaðlegri séu þau.Þungmálmar Þungmálmar eins og blý (e. lead), kvikasilfur (e. mercury), arsenik og króm (e. chromium) eru mjög algeng í varalitum og glossi, en þeir eru taldir mjög krabbameinsvaldandi. Ekki virðist vera samasemmerki á milli hvort varan er dýr eða ekki. Misjafnt er eftir merkjum hversu mikið magnið er og hve margar tegundir eru í hverri vöru.
Heilsa Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira