Ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2014 13:00 Hjónin Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstað skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA „Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“ Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
„Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira