Ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. október 2014 13:00 Hjónin Arthúr Björgvin og Svala með Elliðavatn, fæðingarstað skáldsins í baksýn. Vonandi verður sá draumur þeirra að veruleika að þar verði Hús ljóðsins í framtíðinni. Fréttablaðið/GVA „Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“ Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Í dagskránni okkar hjálpast allir miðlar að við að gera valin ljóð Einars Benediktssonar sem líflegust og auðskildust. Þar verða meðal annars leikarar því Svala, kona mín, skrifaði sviðssetningu á ljóðum þessa langafa síns,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um hátíð í Norðurljósasal Hörpu á mánudagskvöldið í tilefni af 150 ára afmæli Einars Benediktssonar sem er í dag. „Þetta verður ævintýraferðalag um ljóðheim Einars Ben. Þar verður reynt að koma sem flestum hliðum Einars að í dagskránni en hann var mjög margbrotinn maður,“ heldur Arthúr Björgvin áfram. „Þarna eru þjóðræknisljóð, ástarljóð til Valgerðar konu hans, hann er sýndur sem heimsborgari sem ferðast um löndin og lífsnautnamaður auk þess sem athafnasemi hans kemur við sögu og ljóðabrot sem snerta hafið. Svo verða Einræður Starkaðar túlkaðar sem eru, eins og flestir vita, runa af spakmælum og lífsvisku og komið við í Dísarhöll og hlýtt á Wagner. Það er sem sagt brugðið upp mjög fjölbreyttri og skrautlegri mynd af skáldinu.“ Arthúr Björgvin vann hugmyndaskýrslu fyrir stjórnvöld um það sem mætti gera til að lyfta minningu Einars í tilefni afmælisins. Þar stakk hann upp á að fæðingardagur hans yrði gerður að Degi ljóðsins í almanakinu. Sú hugmynd sló í gegn. „Þar með er honum gert jafnhátt undir höfði og þeim sem næstur honum liggur á Þingvöllum, Jónasi Hallgrímssyni, sem dagur íslenskrar tungu er tileinkaður,“ segir Arthúr Björgvin ánægður og heldur áfram: „31. október verður Dagur ljóðsins hér eftir. Þá verður hugað sérstaklega að ljóðinu og skólarnir verða virkjaðir. Það þarf að hjálpa ungu kynslóðinni að spreyta sig á þeirri tungu sem var töluð í landinu fyrir hundrað árum, svo það viti hvað íslenska er. Enginn maður er betur til þess fallinn en Einar Benediktsson að skerpa á því, hann notaði stórbrotið og magnað mál, var bráðsnjall og skapandi og þandi íslenskuna eins og hægt var." Ein hugmynda Arthúrs Björgvins er að húsið að Elliðavatni, þar sem Einar fæddist, verði gert að Húsi ljóðsins. Það yrði Ljóðamiðstöð Íslands. „Þar ætti fólk að geta notið ljóða á nýjan hátt með öllum skilningarvitum,“ lýsir hann og segir forsmekkinn verða gefinn á hátíðinni í Hörpu á mánudag. „Margir telja Einar Ben með mögnuðustu og merkustu skáldum Evrópu en hann var látinn hírast í eymd og volæði síðustu árin sín og enginn hafði áhyggjur af honum nema ein kona,“ segir Arthúr Björgvin. „Því er virðingarvert að okkar stjórnvöld ætla að bæta fyrir brot þeirra sem voru þá við völd.“
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp