Viðskipti erlent

Statoil tapar peningum

Noregur og AP / Óli Kristján Ármannsson skrifa
Helge Lund fyrrverandi forstjóri Statoil (t.v.) í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Noregi.
Helge Lund fyrrverandi forstjóri Statoil (t.v.) í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Noregi. Nordicphotos/AFP
Norski orkurisinn Statoil segir að gjöld vegna virðisrýrnunar og lægra verð á olíu og gasi hafi leitt til þess að félagið tapaði 4,8 milljörðum norskra króna (87,2 milljörðum króna) á þriðja fjórðungi þessa árs.

Á sama tíma í fyrra hagnaðist Statoil um sem svarar 260 milljörðum íslenskra króna. Tekjur drógust saman um níu prósent í sem svarar 2.671 milljarð íslenskra króna.

Helge Lund sagði af sér sem forstjóri Statoil fyrir hálfum mánuði, en við starfi hans tók Eldar Saetre.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×