Kennileiti borgarinnar í ævintýraljóma Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 28. október 2014 10:30 Eitt verka Elsu Nielsen á sýningunni Borgin mín. Elsa er myndlistarmaður og grafískur hönnuður. „Myndirnar eru sambland af grafískri hönnun og ljósmyndun,“ segir Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, um sýninguna Borgin mín sem hún opnaði nýverið á kaffihúsinu Mokka. Myndefnið er borgarbúum kunnuglegt, en þó framandlegt því Elsa ljær ýmsum kennileitum borgarinnar býsna ævintýralegan ljóma. Hugmyndina að verkefninu fékk hún eftir að hafa með sama hætti sett nokkur kennileiti Seltjarnarness í nýjan búning og sýnt á Eiðisskeri á HönnunarMars. „Ég læt ímyndunaraflið ráða för, mái út mörk hins raunverulega og hins óraunverulega með stafrænni tækni þar sem margar ljósmyndir eru skeyttar saman í eina heild,“ útskýrir Elsa. Hún tekur sjálf myndirnar, fer á vettvang og finnur gjarnan óvenjulegt sjónarhorn, til dæmis myndaði hún Hörpu frá báti. Einnig er mismunandi hvort hún hugsar sér útfærsluna áður en hún myndar viðfangsefnið eða á eftir. Allt eftir því hvernig hugrenningatengslin eru. Í endanlegri útfærslu varð Hallgrímskirkju að Stuðlakirkju, Skólavörðustígur að Skólavörðugíg, Perlan að Diskóperlu og Viðey að Friðey. Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Elsa er myndlistarmaður og grafískur hönnuður. „Myndirnar eru sambland af grafískri hönnun og ljósmyndun,“ segir Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, um sýninguna Borgin mín sem hún opnaði nýverið á kaffihúsinu Mokka. Myndefnið er borgarbúum kunnuglegt, en þó framandlegt því Elsa ljær ýmsum kennileitum borgarinnar býsna ævintýralegan ljóma. Hugmyndina að verkefninu fékk hún eftir að hafa með sama hætti sett nokkur kennileiti Seltjarnarness í nýjan búning og sýnt á Eiðisskeri á HönnunarMars. „Ég læt ímyndunaraflið ráða för, mái út mörk hins raunverulega og hins óraunverulega með stafrænni tækni þar sem margar ljósmyndir eru skeyttar saman í eina heild,“ útskýrir Elsa. Hún tekur sjálf myndirnar, fer á vettvang og finnur gjarnan óvenjulegt sjónarhorn, til dæmis myndaði hún Hörpu frá báti. Einnig er mismunandi hvort hún hugsar sér útfærsluna áður en hún myndar viðfangsefnið eða á eftir. Allt eftir því hvernig hugrenningatengslin eru. Í endanlegri útfærslu varð Hallgrímskirkju að Stuðlakirkju, Skólavörðustígur að Skólavörðugíg, Perlan að Diskóperlu og Viðey að Friðey.
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira