Pólskar og íslenskar smásögur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. október 2014 11:30 Kristín Eiríksdóttir er eitt fimm skálda sem lesa upp úr nýjum smásögum í Iðnó í kvöld. Hér er hún á smásagnahátíðinni í Wroclaw fyrr í mánuðinum. Mynd: opowiadanie.org Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú fer að líða að lokum Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, en henni líkur föstudaginn 31. október. Stærsti viðburðurinn í lokavikunni er pólskt-íslenskt smásagnakvöld í Iðnó í kvöld klukkan 20. Þar er kastljósinu beint að pólsku skáldunum Piotr Paziski og Zienowit Szczerek og íslensku skáldunum Kristínu Eiríksdóttur, Halldóri Armand Ásgeirssyni og Þórarni Eldjárn. Öll lesa þau upp úr sögum sínum og ræða smásagnaformið við rithöfundinn, bókmenntafræðinginn og útvarpsmanninn Hauk Ingvarsson. Dagskráin er hluti af evrópska smásagnaverkefninu Transgressions: International Narratives Exchange sem Reykjavík Bókmenntaborg tekur þátt í á þessu ári. Höfundar frá Íslandi, Póllandi, Noregi og Liechtenstein skrifuðu nýjar sögur af þessu tilefni og birtust þær allar á pólsku í safnritinu Transgressje: Antologia, sem kom út í Wrocaw, Póllandi fyrr í þessum mánuði. Íslensku sögurnar og tvær þær pólsku munu einnig birtast á íslensku í Nestisboxinu á vef Bókmenntaborgarinnar frá og með deginum í dag. Þessar fimm sögur sem kynntar verða í kvöld eru afar ólíkar að inntaki og stíl. Allar eiga þær þó það sameiginlegt að taka einhvers konar mæri, mörk eða rof til umfjöllunar, hvort sem þau eru landfræðileg, sálfræðileg, menningarleg eða af einhverjum öðrum toga. Á dagskránni í Iðnó lesa höfundarnir örstutt brot úr sögunum og einnig mun Haukur Ingvarsson spjalla við skáldin. Kynnir er Olga Hoownia. Umræður fara fram á ensku en sögurnar verða ýmist lesnar upp á íslensku eða pólsku. Þýðingum verður varpað á tjald, íslenskri með pólsku sögunum og pólskri með þeim íslensku.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira