Lífið

Breskt tímarit er með Ísland á heilanum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Heimildarmyndin Tónlist verður sýnd hér á meðan Iceland Airwaves stendur yfir.
Heimildarmyndin Tónlist verður sýnd hér á meðan Iceland Airwaves stendur yfir.
Breska tónlistartímaritið The 405 er greinilega með Ísland á heilanum þessa dagana. Fyrir skömmu gaf það út á netinu heimildarmyndina Tónlist, sem var tekin upp í fyrra og fjallar um tónlistarsenuna á Íslandi. Þar á undan fékk tímaritið Unnstein Manuel Stefánsson úr Retro Stefson til að vera gestaljósmyndari þeirra.

Í myndinni koma meðal annars fram tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds, Ásgeir Trausti, Snorri Helgason, Múm og Ólöf Arnalds. „Dúllupopp, blóðleysi, landslag, popparar í kirkju… Þetta ætti að selja nokkrar gistinætur,“ ritaði dr. Gunni tónlistarspekúlant á Fésbókarsíðu sinni um hana.

Myndin verður sýnd tvisvar í Bíói Paradís á meðan Airwaves-tónleikahátíðin stendur yfir en tímaritið verður með eigið kvöld á hátíðinni í Gamla bíói, föstudaginn 7. nóvember. Þar munu troða upp M-Band, Young Karin, Sykur, Sísí Ey og þau Jaakko Eino Kalavi frá Finnlandi, Adult Jazz frá Bretlandi og Tomas Barford frá Danmörku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×