Myrkusinn kemur í bæinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 10:00 Gerður Kristný: „Það verður ekki gerð nein Disney-mynd eftir þessari bók.“ Mynd/Thomas Langdon Þetta er samtímaljóð um efni sem mér lá á hjarta. Í raun og veru eru þetta glæpaljóð. Eftir bylgju norrænna glæpasagna hlýtur að vera kominn tími á norræna glæpaljóðið,“ segir Gerður Kristný um nýju ljóðabókina sína Drápu. „Þegar ég var blaðamaður skrifaði ég nokkrar greinar um ungar konur sem höfðu orðið fyrir ógæfu. Fæstar höfðu lifað hana af. Ég bjóst við því að þessar sögur myndu gleymast mér með tímanum en það gerðu þær ekki. Eftir því sem árin liðu fóru sögurnar að leita æ meira á mig og mér fannst konurnar eiga það skilið að ég flytti þeim drápu eins og skáld gerðu fyrir norska konunga hér áður fyrr. Ég las því meðal annars hæstaréttardóma, Opinberunarbókina og frásagnir af galdraofsóknum á Samaslóðum til að búa mig undir samningu verksins. Síðan tók ímyndunaraflið vitaskuld við.“Trúðar í skemmtanalífinu Ljóðið ber með sér nístandi kulda, bæði vegna vetrarins sem þar ríkir og eins er umfjöllunarefnið hrollvekjandi. „Mig langaði til að yrkja Reykjavíkurljóð sem væri um leið vetrarljóð. Ég losna ekkert undan fannferginu í ljóðunum mínum. Í Drápu ríkir því sannkallað vetrarstríð.“ Trúðar koma mjög við sögu í Drápu og ekki sem neinir gleðigjafar, hefurðu eitthvað persónulega á móti þeim? „Nei, en mér finnst þeir sjaldnast fyndir. Í Drápu er sögð saga sem hefst nóttina þegar myrkusinn kemur til Reykjavíkur. Þetta orð „myrkus“ segir líklega allt sem segja þarf um stemninguna þá nótt. Börnum finnst líka trúðar oft hryllilegir. Einu sinni þurfti sonur minn að leggjast inn á barnadeild Landspítalans. Þar blöstu við rúmföt með trúðamyndum, einmitt það sem barninu var hvað verst við. Það er líka hægur vandi að skella trúðum inn í leitarvélina og fá upp óhuggulegar myndir. Myrkusinn tengist reykvísku næturlífi. Stelpum sem eru að fara út á lífið er oft sagt að vara sig á vondu körlunum en þeir eru ekki endilega auðþekkjanlegir. Þeir sem virðast gleðigjafar eru það oft ekki og skemmtanalífið getur snúist upp í andhverfu sína.“Að bróka það vonda Formið á ljóðunum í Drápu er ofboðslega knappt, geturðu endalaust yddað ljóðformið? „Í þjóðsögunum er hægt að vekja upp draug sem verður þá að lúta vilja manns og það er þannig sem ég fer með ljóðið. Ég vek það upp og það verður að lúta vilja mínum og gera það sem ég vil. Ég velti því reyndar fyrir mér, eins og með Blóðhófni á sínum tíma, hvort efni Drápu ætti frekar heima í skáldsögu en ljóðið á einfaldlega betur við mig. Það er hægt að segja býsna margt í þessu knappa formi og alltaf er það mér jafnmikil uppgötvun í hverri ljóðabók hvað þó er hægt að koma mikilli sögu fyrir innan þess. Skemmtilegasta vinnan er líka yfirlesturinn með ritstjórunum þegar farið er í að stroka út það sem engu máli skiptir.“ Ljóðmælandinn er dálítið sérstakur, svo vægt sé til orða tekið. „Já, mig langaði til að velta fyrir mér hinu góða og hinu vonda í þessum heimi og sambandinu á milli þeirra. Eins og sonur minn sagði einhvern tíma eftir að hafa horft á einhverja Disney-myndina þá enda þær flestar á því að það góða brókar það vonda. Það fannst mér skemmtileg túlkun. Í fyrra var mér boðið á ljóðahátíð á Samaslóðum. Það var ferð sem átti eftir að nýtast mér meira en mig grunaði því þar fóru fram miklar nornabrennur á sautjándu öld. Ég komst í vitnisburð þeirra sem sakaðir voru um galdra, áttu að hafa hitt djöfulinn og gengist honum á vald. Djöfullinn var sagður hafa birst fólki í líki hunds eða sem svartklæddur maður – jafnvel höfuðlaus. Það var líka áhugavert að sjá hvaða matartegundir komu við sögu því djöfulskapurinn gat hvolfst yfir fólk við það eitt að borða brauðsneið með smjöri. Eftir slíkar trakteringar var enginn óhultur.“Engin Disney-mynd Það er nú ekki hægt að segja að það góða bróki hið illa í Drápu. „Nei, þar sem innblásturinn að Drápu kemur úr raunveruleikanum var ekki annað hægt – því miður. Það verður ekki gerð nein Disney-mynd eftir þessari bók.“ Gerður Kristný hefur alltaf ort í mjög knöppu formi og á því er engin breyting í Drápu, nema síður sé, treystir hún lesandanum alveg til að raungera þessar knöppu myndir? „Já, þar ríkir engin miskunn. Það verður eflaust að lesa Drápu oftar en einu sinni til að átta sig á söguþræðinum og ég treysti lesendum mínum alveg til að leggja það á sig rétt eins og ég gerði þegar ég skrifaði Blóðhófni og Skautaferð, bálkinn í Ströndum. Það má vel vera að Drápa sé eilítið myrkari texti en efnið bauð ekki upp á neitt annað. Lesandinn verður að fá sér brauðsneið með smjöri, ganga til liðs við myrkusinn og vona síðan það besta.“ Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er samtímaljóð um efni sem mér lá á hjarta. Í raun og veru eru þetta glæpaljóð. Eftir bylgju norrænna glæpasagna hlýtur að vera kominn tími á norræna glæpaljóðið,“ segir Gerður Kristný um nýju ljóðabókina sína Drápu. „Þegar ég var blaðamaður skrifaði ég nokkrar greinar um ungar konur sem höfðu orðið fyrir ógæfu. Fæstar höfðu lifað hana af. Ég bjóst við því að þessar sögur myndu gleymast mér með tímanum en það gerðu þær ekki. Eftir því sem árin liðu fóru sögurnar að leita æ meira á mig og mér fannst konurnar eiga það skilið að ég flytti þeim drápu eins og skáld gerðu fyrir norska konunga hér áður fyrr. Ég las því meðal annars hæstaréttardóma, Opinberunarbókina og frásagnir af galdraofsóknum á Samaslóðum til að búa mig undir samningu verksins. Síðan tók ímyndunaraflið vitaskuld við.“Trúðar í skemmtanalífinu Ljóðið ber með sér nístandi kulda, bæði vegna vetrarins sem þar ríkir og eins er umfjöllunarefnið hrollvekjandi. „Mig langaði til að yrkja Reykjavíkurljóð sem væri um leið vetrarljóð. Ég losna ekkert undan fannferginu í ljóðunum mínum. Í Drápu ríkir því sannkallað vetrarstríð.“ Trúðar koma mjög við sögu í Drápu og ekki sem neinir gleðigjafar, hefurðu eitthvað persónulega á móti þeim? „Nei, en mér finnst þeir sjaldnast fyndir. Í Drápu er sögð saga sem hefst nóttina þegar myrkusinn kemur til Reykjavíkur. Þetta orð „myrkus“ segir líklega allt sem segja þarf um stemninguna þá nótt. Börnum finnst líka trúðar oft hryllilegir. Einu sinni þurfti sonur minn að leggjast inn á barnadeild Landspítalans. Þar blöstu við rúmföt með trúðamyndum, einmitt það sem barninu var hvað verst við. Það er líka hægur vandi að skella trúðum inn í leitarvélina og fá upp óhuggulegar myndir. Myrkusinn tengist reykvísku næturlífi. Stelpum sem eru að fara út á lífið er oft sagt að vara sig á vondu körlunum en þeir eru ekki endilega auðþekkjanlegir. Þeir sem virðast gleðigjafar eru það oft ekki og skemmtanalífið getur snúist upp í andhverfu sína.“Að bróka það vonda Formið á ljóðunum í Drápu er ofboðslega knappt, geturðu endalaust yddað ljóðformið? „Í þjóðsögunum er hægt að vekja upp draug sem verður þá að lúta vilja manns og það er þannig sem ég fer með ljóðið. Ég vek það upp og það verður að lúta vilja mínum og gera það sem ég vil. Ég velti því reyndar fyrir mér, eins og með Blóðhófni á sínum tíma, hvort efni Drápu ætti frekar heima í skáldsögu en ljóðið á einfaldlega betur við mig. Það er hægt að segja býsna margt í þessu knappa formi og alltaf er það mér jafnmikil uppgötvun í hverri ljóðabók hvað þó er hægt að koma mikilli sögu fyrir innan þess. Skemmtilegasta vinnan er líka yfirlesturinn með ritstjórunum þegar farið er í að stroka út það sem engu máli skiptir.“ Ljóðmælandinn er dálítið sérstakur, svo vægt sé til orða tekið. „Já, mig langaði til að velta fyrir mér hinu góða og hinu vonda í þessum heimi og sambandinu á milli þeirra. Eins og sonur minn sagði einhvern tíma eftir að hafa horft á einhverja Disney-myndina þá enda þær flestar á því að það góða brókar það vonda. Það fannst mér skemmtileg túlkun. Í fyrra var mér boðið á ljóðahátíð á Samaslóðum. Það var ferð sem átti eftir að nýtast mér meira en mig grunaði því þar fóru fram miklar nornabrennur á sautjándu öld. Ég komst í vitnisburð þeirra sem sakaðir voru um galdra, áttu að hafa hitt djöfulinn og gengist honum á vald. Djöfullinn var sagður hafa birst fólki í líki hunds eða sem svartklæddur maður – jafnvel höfuðlaus. Það var líka áhugavert að sjá hvaða matartegundir komu við sögu því djöfulskapurinn gat hvolfst yfir fólk við það eitt að borða brauðsneið með smjöri. Eftir slíkar trakteringar var enginn óhultur.“Engin Disney-mynd Það er nú ekki hægt að segja að það góða bróki hið illa í Drápu. „Nei, þar sem innblásturinn að Drápu kemur úr raunveruleikanum var ekki annað hægt – því miður. Það verður ekki gerð nein Disney-mynd eftir þessari bók.“ Gerður Kristný hefur alltaf ort í mjög knöppu formi og á því er engin breyting í Drápu, nema síður sé, treystir hún lesandanum alveg til að raungera þessar knöppu myndir? „Já, þar ríkir engin miskunn. Það verður eflaust að lesa Drápu oftar en einu sinni til að átta sig á söguþræðinum og ég treysti lesendum mínum alveg til að leggja það á sig rétt eins og ég gerði þegar ég skrifaði Blóðhófni og Skautaferð, bálkinn í Ströndum. Það má vel vera að Drápa sé eilítið myrkari texti en efnið bauð ekki upp á neitt annað. Lesandinn verður að fá sér brauðsneið með smjöri, ganga til liðs við myrkusinn og vona síðan það besta.“
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira