Sagði skilið við leiklistina og sneri sér að jóga Rikka skrifar 27. október 2014 11:00 Ingibjörg Stefánsdóttir hætti að leika og lét gamlan draum um að opna jógastöð rætast. vísir/vilhelm Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari, á þrjú börn undir sex ára aldri og því að mörgu að huga þegar kemur að því að halda fjölskyldunni í jafnvægi. „Fjölskyldulífið er jóga útaf fyrir sig, að anda meðvitað þegar álagið er mikið, vera til staðar, í augnablikinu, njóta, upplifa, gráta, hlæja, fyrirgefa og þakka fyrir að vera til. Ég verð að viðurkenna að ég er oft þreytt, en það sem kemur mér í gegnum daga þegar ég hef ekki fengið nægan svefn í nokkra daga og mér líður eins og heilinn á mér sé að grillast þá hrúga ég í mig Bee Pollen, tek C-vítamín orkubombu, fæ mér grænan smoothie, drekk mikið af vatni, fæ mér Maca súperfæðisduft út í hristinginn, fæ mér úlfaberjasafa frá Young Living og geri morgunjóga,” segir hún. „Jóga gefur manni líka rosalega mikla orku sem endist út daginn. Stundum fer ég í Yoga Nidra djúpslökun en það getur jafnast á við 3-4 tíma svefn. Svo er bara upp með góða skapið, lífið gæti verið miklu erfiðara,” segir Ingibjörg. Fyrir tæpum tuttugu árum síðan venti Ingibjörg kvæði sínu í kross og sagði skilið við leiklistina og sönginn. Hún snéri sér alfarið að jóga en því kynntist hún á námsárum sínum í New York. „Ég kynntist fyrst jóga í New York fyrir um það bil 18 árum síðan, þá var jóga alveg funheitt þar og er enn. Ég man að þegar ég gekk fyrst inn í jógastöð á Manhattan, heillaðist ég gjörsamlega. Ég var í leiklistar-, dans-, og söngnámi og fann strax hversu góð áhrif jógaæfingarnar höfðu á mig. Þarna var einhver dýpt sem ég fékk, sem erfitt er að útskýra í orðum, mér leið bara sjúklega vel eftir jóga,” segir Ingibjörg. Allar götur síðan hefur jógað átt hug hennar og hjarta. Árið 2005 lét Ingibjörg draum sinn rætast og stofnaði jógastöðina Yogashala þar sem að hún býður upp á allskyns útgáfur af jóga. Á næsta árin fagnar stöðin tíu ára afmæli og ætlar í tilefni að færa sig um set og opna glæsilega nýja stöð. Undanfarin ár hefur áhugi íslendinga á jóga aukist til muna og fólk farið að nota þessa aðferð til þess að halda sér í formi, andlega og líkamlega. „Hér er svo mikill hraði, fólk vinnur og vinnur og vinnur, gleymir að það þarf að hlúa að sér og brennur út, fer að finna fyrir kvíða og þunglyndi. Jóga er orðinn lífstíll hjá mörgum og það hefur breytt lífi fólks til hins betra. Jóga snýst ekki bara um það að ná niður á tær, það vinnur svo miklu dýpra og er mjög heildrænt heilsukerfi sem á rætur sínar að rekja mörg þúsund ár aftur í tímann,” segir Ingibjörg að lokum. Heilsa Tengdar fréttir Nokkrir punktar fyrir jógaiðkendur Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari bendir á nokkra punkta sem gott er að hafa á hreinu fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja stunda jóga. 6. október 2014 18:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari, á þrjú börn undir sex ára aldri og því að mörgu að huga þegar kemur að því að halda fjölskyldunni í jafnvægi. „Fjölskyldulífið er jóga útaf fyrir sig, að anda meðvitað þegar álagið er mikið, vera til staðar, í augnablikinu, njóta, upplifa, gráta, hlæja, fyrirgefa og þakka fyrir að vera til. Ég verð að viðurkenna að ég er oft þreytt, en það sem kemur mér í gegnum daga þegar ég hef ekki fengið nægan svefn í nokkra daga og mér líður eins og heilinn á mér sé að grillast þá hrúga ég í mig Bee Pollen, tek C-vítamín orkubombu, fæ mér grænan smoothie, drekk mikið af vatni, fæ mér Maca súperfæðisduft út í hristinginn, fæ mér úlfaberjasafa frá Young Living og geri morgunjóga,” segir hún. „Jóga gefur manni líka rosalega mikla orku sem endist út daginn. Stundum fer ég í Yoga Nidra djúpslökun en það getur jafnast á við 3-4 tíma svefn. Svo er bara upp með góða skapið, lífið gæti verið miklu erfiðara,” segir Ingibjörg. Fyrir tæpum tuttugu árum síðan venti Ingibjörg kvæði sínu í kross og sagði skilið við leiklistina og sönginn. Hún snéri sér alfarið að jóga en því kynntist hún á námsárum sínum í New York. „Ég kynntist fyrst jóga í New York fyrir um það bil 18 árum síðan, þá var jóga alveg funheitt þar og er enn. Ég man að þegar ég gekk fyrst inn í jógastöð á Manhattan, heillaðist ég gjörsamlega. Ég var í leiklistar-, dans-, og söngnámi og fann strax hversu góð áhrif jógaæfingarnar höfðu á mig. Þarna var einhver dýpt sem ég fékk, sem erfitt er að útskýra í orðum, mér leið bara sjúklega vel eftir jóga,” segir Ingibjörg. Allar götur síðan hefur jógað átt hug hennar og hjarta. Árið 2005 lét Ingibjörg draum sinn rætast og stofnaði jógastöðina Yogashala þar sem að hún býður upp á allskyns útgáfur af jóga. Á næsta árin fagnar stöðin tíu ára afmæli og ætlar í tilefni að færa sig um set og opna glæsilega nýja stöð. Undanfarin ár hefur áhugi íslendinga á jóga aukist til muna og fólk farið að nota þessa aðferð til þess að halda sér í formi, andlega og líkamlega. „Hér er svo mikill hraði, fólk vinnur og vinnur og vinnur, gleymir að það þarf að hlúa að sér og brennur út, fer að finna fyrir kvíða og þunglyndi. Jóga er orðinn lífstíll hjá mörgum og það hefur breytt lífi fólks til hins betra. Jóga snýst ekki bara um það að ná niður á tær, það vinnur svo miklu dýpra og er mjög heildrænt heilsukerfi sem á rætur sínar að rekja mörg þúsund ár aftur í tímann,” segir Ingibjörg að lokum.
Heilsa Tengdar fréttir Nokkrir punktar fyrir jógaiðkendur Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari bendir á nokkra punkta sem gott er að hafa á hreinu fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja stunda jóga. 6. október 2014 18:00 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Nokkrir punktar fyrir jógaiðkendur Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari bendir á nokkra punkta sem gott er að hafa á hreinu fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja stunda jóga. 6. október 2014 18:00