13.300 á tólf mínútna kreditlista Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 24. október 2014 10:30 Nýjasta mynd Sveppa og félaga verður frumsýnd 31. október næstkomandi. Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi. Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Líklega er kreditlistinn sem rúllar á hvíta tjaldinu í lok kvikmyndarinnar Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, þeirri fjórðu um Sveppa og vini hans, sá lengsti í heimi, eða að minnsta kosti einn sá lengsti. „Hann endaði í 13.300 nöfnum, en við þurftum að segja stopp fyrir tveimur vikum þegar 16.500 manns höfðu skráð sig,“ upplýsir Sverrir Þór Sverrisson, öðru nafni Sveppi. Hugmyndin að kreditlistanum er runnin undan rifjum hans, Braga Þórs Hinrikssonar leikstjóra og Finns Pálma, tölvunarfræðings. Viðleitni í frumlegri markaðssetningu á Facebook og netinu að sögn Sveppa. Eftir töluverðar vangaveltur ákváðu þeir að bjóða fólki að taka óbeinan þátt í myndinni með því að skrá sig á Sveppi.is til að fá nafn sitt á kreditlistann. Tiltækið gekk vonum framar og reyndar svo vel að þeir urðu mjög uggandi aðeins tveimur sólarhringum eftir að listinn fór í loftið. „Þá voru komin 6.000 nöfn. Þetta sprakk hreinlega framan í okkur. Í síðustu viku höfðu 16.500 skráð sig en þá sögðum við stopp, enda áttuðum við okkur á að frágangurinn fælist ekki bara í „copy“ og „paste“. Pabbi minn prófarkalas listann og tók út dónaleg nöfn eins og typpasúpa, rassgat í bala og þvíumlíkt,“ segir Sveppi. „Á listanum voru líka nöfn þjóðþekkts fólks, sem okkur þótti fremur ólíklegt að hefði skráð sig. Eftir að pabbi hafði ritskoðað og prófarkalesið öll A-in í fjóra tíma ákváðum við að taka út dónaleg og niðrandi nöfn, en láta jólasveina- og ofurhetjunöfnin og önnur áþekk standa. Allt eru þetta hollvinir Sveppa í grunninn.“ Fyrir utan hinn hefðbundna kreditlista birtast því 13.300 nöfn á tjaldinu í lok sýningar og rúlla þar í tólf mínútur. „Þetta er búið að vera óttalegt „moj“, því listinn verður auðvitað að vera læsilegur,“ segir Sveppi. „Við þurftum að finna nýtt forrit, setja nöfnin upp í þrjá dálka og leysa úr ýmsum flækjum. Svo er líka vandamál að svona langur kreditlisti setur allt í vitleysu í Sambíóunum,“ bætir hann við. „Við ætlum samt að kýla á þetta, þeir sem vilja sjá nafn sitt verða bara að sýna starfsmönnum bíóanna umburðarlyndi þegar þeir fara að þrífa salinn. Það kemur svo í ljós 31. október hversu margir hafa biðlund til að berja nafn sitt augum þegar myndin verður frumsýnd.“ Hér fyrir neðan má sjá lagið Kreditlistinn með Sveppa og félögum en kreditlistinn sjálfur verður frumsýndur hér á Vísi í næstu viku. Post by Algjör Sveppi.
Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira