Kristur fer til fjarheilara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 09:00 Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
„Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira