Kristur fer til fjarheilara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 09:00 Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira