Snjallsímaleysið Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. október 2014 07:00 Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni). Snjallsíminnfór í viðgerð og í staðinn fékk ég ósnjallan Nokia-síma. Það er hægt að komast á netið á honum en það tekur svo langan tíma að ég fer ekki inn á það, hann er með tökkum og gamla góða Nokia-hringingin hljómar frá honum. Snjallsímaleysið hefur fært mig aftur til einfaldari tíma þegar maður gerði eitthvað annað en að stara stanslaust á símann. Ekkert Snapchat eða Instagram til þess að eyðileggja einbeitingu eða tölvupóstur og Facebook-skilaboð að trufla venjulegar samræður. Án þess að við áttum okkur á því, eða kannski áttum við okkur alveg á því en viljum ekki viðurkenna það; þá er mín kynslóð og kynslóðirnar í kring nefnilega hættar að lifa eðlilegu lífi. Við lifum í gegnum símann. Þetta litla tæki sem færir okkur heiminn í gegnum skjáinn er nefnilega að skerða lífsgæði okkar töluvert. Í stað þess að njóta þess að horfa á útsýnið tökum við mynd af því, hendum á það filter og dúndrum því inn á Instagram og bíðum eftir like-um. Við erum hætt að geta notið þess að borða góðan mat því við verðum að taka mynd af honum og deila með heiminum. Partí fara líka að miklu leyti fram í gegnum síma þar sem þarf að taka sem flestar myndir svo allir sjái hvað það er gaman og við eigum örugglega nóg af minningum frá gleðinni en á sama tíma gleymum við að skemmta okkur. Við erum í stöðugu sambandi við umheiminn en nánast engu við þá sem eru rétt við hliðina á okkur. Ég er að segja ykkur það, þessir snjöllu símar eru að rústa lífi okkar. Þótt ég eigi örugglega eftir að snúa til snjallsímans á ný þá hefur þetta verið ágætis áminning um að leggja stundum símanum og lifa lífinu – fyrir utan skjáinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun
Fíni iPhone-snjallsíminn minn bilaði um helgina. Sem er kannski ekki í frásögur færandi þar sem ég fer örugglega að eiga Íslandsmet í bilanatíðni þessara síma (ekki mér að kenna – pottþétt galli í hönnuninni). Snjallsíminnfór í viðgerð og í staðinn fékk ég ósnjallan Nokia-síma. Það er hægt að komast á netið á honum en það tekur svo langan tíma að ég fer ekki inn á það, hann er með tökkum og gamla góða Nokia-hringingin hljómar frá honum. Snjallsímaleysið hefur fært mig aftur til einfaldari tíma þegar maður gerði eitthvað annað en að stara stanslaust á símann. Ekkert Snapchat eða Instagram til þess að eyðileggja einbeitingu eða tölvupóstur og Facebook-skilaboð að trufla venjulegar samræður. Án þess að við áttum okkur á því, eða kannski áttum við okkur alveg á því en viljum ekki viðurkenna það; þá er mín kynslóð og kynslóðirnar í kring nefnilega hættar að lifa eðlilegu lífi. Við lifum í gegnum símann. Þetta litla tæki sem færir okkur heiminn í gegnum skjáinn er nefnilega að skerða lífsgæði okkar töluvert. Í stað þess að njóta þess að horfa á útsýnið tökum við mynd af því, hendum á það filter og dúndrum því inn á Instagram og bíðum eftir like-um. Við erum hætt að geta notið þess að borða góðan mat því við verðum að taka mynd af honum og deila með heiminum. Partí fara líka að miklu leyti fram í gegnum síma þar sem þarf að taka sem flestar myndir svo allir sjái hvað það er gaman og við eigum örugglega nóg af minningum frá gleðinni en á sama tíma gleymum við að skemmta okkur. Við erum í stöðugu sambandi við umheiminn en nánast engu við þá sem eru rétt við hliðina á okkur. Ég er að segja ykkur það, þessir snjöllu símar eru að rústa lífi okkar. Þótt ég eigi örugglega eftir að snúa til snjallsímans á ný þá hefur þetta verið ágætis áminning um að leggja stundum símanum og lifa lífinu – fyrir utan skjáinn.