Byrjar sykursýki í heilanum? Teitur Guðmundsson skrifar 14. október 2014 07:00 Lífsstílssjúkdómar eru það sem vestræn samfélög hafa hvað mestar áhyggjur af með tilliti til framtíðarinnar og er ljóst að þar eru mörg verkefni framundan. Einn þeirra sjúkdóma sem hafa verið að vaxa hratt á undanförnum áratugum er sykursýki, þá er sérstaklega verið að horfa til svokallaðrar áunninnar tegundar. Eins og alltaf spila inn í slíka mynd mörg atriði, en ofþyngd og offita hafa verið ofarlega á blaði hvað áhættuþætti varðar allt frá upphafi. Það er þó engan veginn svo að það sé eingöngu fólk í þeim þyngdarflokkum sem veikist. Sjúkdómurinn í grunninn snýst ekki um neina sérstaka ást á sykri eða ofneyslu hans, heldur má segja að þeir sem greinast eigi erfitt um vik með kolvetni og það að nýta þau eins og líkaminn ætlaðist til. Kolvetni eru orkuefni sem líkaminn notar líkt og prótein og fitu til að viðhalda sjálfum sér. Kolvetni geta verið einföld og flókin en þau eru öll á endanum brotin niður í meltingunni og frásogast. Líkami okkar hefur einstaka hæfileika til að melta þessi orkuefni og nota þau sér til framdráttar. Í tilviki kolvetna byggir það að miklu leyti á hormóni sem nefnist insúlín. Insúlín er nauðsynlegt vegna þess að það hjálpar frumum í líkamanum að taka til sín glúkósa sem þær nota með súrefni til að geta starfað. Með þessari aðstoð nærast frumur og viðhalda sér, sumar eru líka til þess fallnar að geyma orkubirgðir sem af þessu hljótast eins og til dæmis fitu-, vöðva- og lifrarfrumur. Með því að brisið gefi frá sér insúlín lækkar blóðsykur og ákveðið jafnvægi verður í líkamanum, en ef það raskast einhverra hluta vegna myndast sykursýki. Margir áhættuþættir koma til viðbótar við offitu við þróun sykursýki líkt og erfðir, kynþáttur, hreyfingarleysi, aldur, vissir sjúkdómar, lyf, reykingar og svefntruflanir svo fátt eitt sé nefnt. Það er því mikilvægt að átta sig snemma á þessu samhengi. Hins vegar tekur oftast langan tíma að þróa með sér sykursýki og eru býsna margir sem geta snúið þeirri þróun við, svo lengi sem þeir gera viðhlítandi lífsstílsbreytingar og reyna það með öllum ráðum. Sykursýki, ef hún greinist, er annars almennt ólæknanlegur sjúkdómur sem í kjölfarið þarfnast ævilangrar lyfjameðferðar.Sambland margra þátta Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér hver orsökin er og er hún iðulega sambland af mörgum þáttum, en það ástand sem mætti kalla insúlínónæmi frumna í líkama þess sem er að þróa með sér sjúkdóminn er grundvallaratriði. Ef einstaklingur er staddur þar þarfnast líkami hans sífellt meira insúlíns, en getur að lokum ekki framleitt það sjálfur og þar með hækkar sykur í blóði og að lokum koma fram þau líkamlegu einkenni sem sjúkdómurinn framkallar. Þreyta, slappleiki, þorstlæti, aukin þvaglát, þyngdartap, sjóntruflanir, tíðar sýkingar og dofi eru algengust og allir ættu að þekkja. Svo virðist sem stýringin á framleiðslu insúlíns í brisinu fari að mjög miklu leyti fram í gegnum heilann og einnig að þar komi fram fyrstu merkin um að frumurnar séu að verða ónæmari fyrir hormóninu sjálfu. Talsvert hefur verið skrifað um það hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á sykurbúskap okkar, ekki síst í tengslum við fæðuinntöku almennt og stýringar á henni. Má þar nefna verðlaunakerfi heilans sjálfs og ræsingu á því svo dæmi séu tekin. Okkur hefur hins vegar vantað góða möguleika á að mæla það ástand sem kalla má forstig, þ.e. þegar líkaminn er að byrja að verða ónæmur fyrir insúlíni og staðfesta þar með upphafsferli sykursýki og eiga betri möguleika á að vinda ofan af þeirri óheillaþróun. Svo virðist sem undirstúkan í heilanum sé sérstaklega næm og hefur hún áhrif á ákveðin prótein í líkamanum sem kallast BCAA (branched-chain amino acids) sem hingað til hefur verið vitað að eru aukin í þeim sem eru með sykursýki eða offitu. Mælingar á þessum próteinum í líkamanum lofa góðu og virðast samkvæmt vísindamönnum í Bandaríkjunum gefa tilefni til bjartsýni að hægt verði að finna þá einstaklinga sem eru í aukinni hættu og vonandi hjálpa þeim fyrr í ferlinu á rétta braut og koma í veg fyrir þróun þessa alvarlega sjúkdóms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Lífsstílssjúkdómar eru það sem vestræn samfélög hafa hvað mestar áhyggjur af með tilliti til framtíðarinnar og er ljóst að þar eru mörg verkefni framundan. Einn þeirra sjúkdóma sem hafa verið að vaxa hratt á undanförnum áratugum er sykursýki, þá er sérstaklega verið að horfa til svokallaðrar áunninnar tegundar. Eins og alltaf spila inn í slíka mynd mörg atriði, en ofþyngd og offita hafa verið ofarlega á blaði hvað áhættuþætti varðar allt frá upphafi. Það er þó engan veginn svo að það sé eingöngu fólk í þeim þyngdarflokkum sem veikist. Sjúkdómurinn í grunninn snýst ekki um neina sérstaka ást á sykri eða ofneyslu hans, heldur má segja að þeir sem greinast eigi erfitt um vik með kolvetni og það að nýta þau eins og líkaminn ætlaðist til. Kolvetni eru orkuefni sem líkaminn notar líkt og prótein og fitu til að viðhalda sjálfum sér. Kolvetni geta verið einföld og flókin en þau eru öll á endanum brotin niður í meltingunni og frásogast. Líkami okkar hefur einstaka hæfileika til að melta þessi orkuefni og nota þau sér til framdráttar. Í tilviki kolvetna byggir það að miklu leyti á hormóni sem nefnist insúlín. Insúlín er nauðsynlegt vegna þess að það hjálpar frumum í líkamanum að taka til sín glúkósa sem þær nota með súrefni til að geta starfað. Með þessari aðstoð nærast frumur og viðhalda sér, sumar eru líka til þess fallnar að geyma orkubirgðir sem af þessu hljótast eins og til dæmis fitu-, vöðva- og lifrarfrumur. Með því að brisið gefi frá sér insúlín lækkar blóðsykur og ákveðið jafnvægi verður í líkamanum, en ef það raskast einhverra hluta vegna myndast sykursýki. Margir áhættuþættir koma til viðbótar við offitu við þróun sykursýki líkt og erfðir, kynþáttur, hreyfingarleysi, aldur, vissir sjúkdómar, lyf, reykingar og svefntruflanir svo fátt eitt sé nefnt. Það er því mikilvægt að átta sig snemma á þessu samhengi. Hins vegar tekur oftast langan tíma að þróa með sér sykursýki og eru býsna margir sem geta snúið þeirri þróun við, svo lengi sem þeir gera viðhlítandi lífsstílsbreytingar og reyna það með öllum ráðum. Sykursýki, ef hún greinist, er annars almennt ólæknanlegur sjúkdómur sem í kjölfarið þarfnast ævilangrar lyfjameðferðar.Sambland margra þátta Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér hver orsökin er og er hún iðulega sambland af mörgum þáttum, en það ástand sem mætti kalla insúlínónæmi frumna í líkama þess sem er að þróa með sér sjúkdóminn er grundvallaratriði. Ef einstaklingur er staddur þar þarfnast líkami hans sífellt meira insúlíns, en getur að lokum ekki framleitt það sjálfur og þar með hækkar sykur í blóði og að lokum koma fram þau líkamlegu einkenni sem sjúkdómurinn framkallar. Þreyta, slappleiki, þorstlæti, aukin þvaglát, þyngdartap, sjóntruflanir, tíðar sýkingar og dofi eru algengust og allir ættu að þekkja. Svo virðist sem stýringin á framleiðslu insúlíns í brisinu fari að mjög miklu leyti fram í gegnum heilann og einnig að þar komi fram fyrstu merkin um að frumurnar séu að verða ónæmari fyrir hormóninu sjálfu. Talsvert hefur verið skrifað um það hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á sykurbúskap okkar, ekki síst í tengslum við fæðuinntöku almennt og stýringar á henni. Má þar nefna verðlaunakerfi heilans sjálfs og ræsingu á því svo dæmi séu tekin. Okkur hefur hins vegar vantað góða möguleika á að mæla það ástand sem kalla má forstig, þ.e. þegar líkaminn er að byrja að verða ónæmur fyrir insúlíni og staðfesta þar með upphafsferli sykursýki og eiga betri möguleika á að vinda ofan af þeirri óheillaþróun. Svo virðist sem undirstúkan í heilanum sé sérstaklega næm og hefur hún áhrif á ákveðin prótein í líkamanum sem kallast BCAA (branched-chain amino acids) sem hingað til hefur verið vitað að eru aukin í þeim sem eru með sykursýki eða offitu. Mælingar á þessum próteinum í líkamanum lofa góðu og virðast samkvæmt vísindamönnum í Bandaríkjunum gefa tilefni til bjartsýni að hægt verði að finna þá einstaklinga sem eru í aukinni hættu og vonandi hjálpa þeim fyrr í ferlinu á rétta braut og koma í veg fyrir þróun þessa alvarlega sjúkdóms.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun