Leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 15:00 Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“ Krakkar Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Anna Bíbí Wíum Axelsdóttir, tíu ára, leikur stelpu í brennó í nýju forvarnarmyndinni Stattu með þér, sem sýnd er í tíu og tólf ára bekkjum í skólum landsins. Veistu af hverju þú heitir Anna Bíbí Wíum? „Já, langamma mín hét Anna og amma mín var kölluð Bíbí og ég er skírð í höfuðið á þeim. Ég er fædd í Kína og þess vegna á ég líka kínverskt nafn sem er Fu Qing Man.“ Í hvaða skóla ertu og hvaða námsgrein er í uppáhaldi þar? „Ég er í Foldaskóla og mér finnst skemmtilegast í íþróttum, dansi og myndmennt.“ Hver eru helstu áhugamálin þín og hvernig gengur að sinna þeim? „Ég er í Sönglist og mér finnst gaman þar, bæði að leika og syngja. Ég er líka að æfa á píanó og svo er ég nýbyrjuð í Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogskirkju. Ég var að æfa fótbolta en er hætt því núna. Kannski ætla ég að prófa að æfa körfubolta.“ Var gaman að taka þátt í myndinni Stattu með þér? „Já, það var var mjög fínt. Það voru skemmtilegir krakkar sem tóku þátt og ég þekkti suma.“ Hvert er þitt hlutverk? „Í myndinni lék ég aðallega stelpu í brennó í íþróttatíma og í lokaatriðinu þar sem allir voru.“ Hvernig fannst þér að sjá þig á hvíta tjaldinu? „Það var gaman að sjá sjálfa sig í bíó en líka svolítið skrítið út af því að ég vissi ekki hvernig þetta yrði. Mér fannst bara allir standa sig vel í hlutverkunum sínum.“ Hvað horfir þú helst á í sjónvarpinu og af hverju? „Ég horfi helst á Skúla skelfi og Malcolm in the Middle í sjónvarpinu og svo horfi ég oft á veðrið líka til að fylgjast með hvernig það á að vera.“ Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? „Það leiðinlegasta sem ég geri er að hanga inni, fara út með ruslið og fara að versla.“ En skemmtilegasta? „Skemmtilegasta sem ég geri er að leika við vini mína, vera í Sönglist og kórnum. Mér finnst gaman að leika og syngja.“ Finnst þér starf leikarans áhugavert? „Já, svolítið. Það er ekki auðvelt að vera leikari því það þarf að halda einbeitingu og ruglast ekki og vanda sig við það sem maður á að gera. Ég væri alveg til í að leika í einhverju fleiru. Kannski verð ég leikari þegar ég verð stór.“
Krakkar Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira