Krakkamyndir kveiktu áhugann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2014 14:00 Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir eigin fyrirmælum, segir Erla. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er að sýna stór málverk, fígúratív verk í átt að ljósmyndaraunsæi. Þar eru fossar, jökull og torfbær en þemað er samt alþjóðlegt,“ segir Erla Haraldsdóttir myndlistarmaður þegar hún er beðin að lýsa í nokkrum orðum sýningunni Visual Wandering, eða Sjónrænar göngur, í Listasafni ASÍ sem hún opnar í dag klukkan 15. „Myndefnin eru ýmist valin samkvæmt kerfi þar sem tilviljunarkenndir staðir úr ákveðnum sögum eru afmarkaðir eða eftir fyrirmælum,“ lýsir hún og heldur áfram að útskýra aðferðir sínar. „Fullkomið frelsi getur orðið til trafala og vissir rammar og fyrirmæli verið til bóta en þegar maður er komin á kaf í verkefnin þá koma hugmyndirnar. Þessar aðferðir er hægt að nýta í öllum listum.“ Hún kveðst hafa gefið út bók fyrir um það bil mánuði hjá Crymogeu um rannsóknir á myndlist og þeim aðferðum sem hún notar. „Svo kemur út önnur bók eftir mig eftir jól.“ Erla er héðan úr Reykjavík en flutti til Svíþjóðar níu ára og fór bæði í listaháskóla í Stokkhólmi og Gautaborg áður en hún hélt til San Francisco og fór í Art Institute. Ætlaði hún alltaf að verða myndlistarmaður? „Já, það var þegar ég var níu ára og flutti til Svíþjóðar sem sú hugmynd kviknaði. Ég kunni ekki orð í sænsku og var bara feimin og vandræðaleg en kynntist krökkunum þannig að ég teiknaði af þeim portrett. Það bjargaði mér. Segja má að tengsl séu rauði þráðurinn á bak við alla mína listsköpun.“ Erla býr í Berlín og er þar með vinnustofu en er líka gestaprófessor í Umeå í Svíþjóð. „Ég er búin að vera á listamannalaunum,“ segir hún og kveðst hafa unnið að málverkunum sem eru á sýningunni í ASÍ síðustu tvö ár.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira