Píkuskrímslin Sigga Dögg skrifar 11. október 2014 14:00 Vísir/Getty Ojjjjjj!“ skríktu stúlkurnar og drengirnir í 7. og 8. bekk er píkan birtist á skjánum. Börnin ýmist huldu augu sín eða hreinlega grúfðu sig ofan í úlpuna og vonuðu að þetta myndi klárast sem fyrst. Þegar píkufróðleik var ausið yfir þau hlustuðu þau af einlægni og áhuga en báðu jafnframt um að skipt yrði bráðlega um glæru. Þessar píkur voru óþægilegar og svo margar og bara oj. Lítur hún í alvöru svona út? „Stelpur, þið vitið að áður en þið byrjið að stunda kynlíf þá er gott að kíkja á píkuna sína, bara til að vita hvernig hún lítur út.“ Hrollur fór um hópinn og gott ef nokkrar kúguðust ekki. Þegar ég setti þetta í samhengi við typpin þá virtist þetta minna mál. Þegar typpin komu svo loksins á skjáinn þá voru viðbrögðin heldur minni. Manni bregður víst ekki jafn mikið við typpin og þau eru greinilega minna ögrandi eða jafnvel minna ógeðsleg? Auðvitað pæla strákar í typpinu á sér og kíkja reglulega á það, það er bara gefið. En píkur, iss og svei. Þær lykta, eru skrítnar, ljótar, teygjanlegar, óreglulegar í lögun, flóknar í stýringu, heita asnalegu nafni (eða nöfnum) og svo blæðir þeim í þokkabót. „Af hverju skamma stelpur mann alltaf þegar maður segir píka og typpi?“ Þarna hafði ég bara enginn svör, nema bara að þær eru ekki vanar að tala svona, það þykir sumum mjög dónalegt að tala um kynfæri, sérstaklega ef þú ert unglingsstúlka. Þegar við höfðum loksins afgreitt grunnstarfsemi kynfæra fórum við yfir í sjálfsfróun. Drengirnir í 7. bekk kinkuðu kolli við samræðum um morgunbóner og sumir roðnuðu yfir sjálfsfróun og sáðláti. Drengirnir í 8. bekk hins vegar brostu sínu breiðasta þegar við ræddum um sömu mál og greinilegt að eitthvað mikið gerist á milli þessa ára. Stúlkurnar horfðu á mig með forundran þegar ég stakk upp á sjálfsfróun sem fyrstu kynlífsathöfninni þeirra. „Eigum við að gera þetta, þarna?“ sagði hún og benti niður og gretti sig og geiflaði. Þetta var hið stóra óhugsandi. Það lá frekar við að þetta væri verk fyrir vanar ókunnugar karlmannshendur en ekki fálmandi hendur áfastar við líkama þess sem kannar sjálfan sig og stýrist af eigin löngunum. Við erum stundum svo öfugsnúnar. Það þykir óyfirstíganlegur hjalli að skoða eigin líkama en sjálfsagt að skoða, strjúka, snerta og sleikja líkama annarra. Sem við hvorki þekkjum né skiljum. „En er eitthvað númer sem maður getur hringt í til að spyrja hvernig maður eigi að ríða, svona stellingar og þannig?“ Nei, minn kæri vinur. Kynlíf veltur allt á samskiptum þínum við bólfélagann og mörkunum sem þið setjið saman. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn og sagt hvað þér þykir gott og spurt viðkomandi sama, þá met ég það svo að þú sért ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Ofsalega er gott að fá að tala um þessi mál við unglingana áður en þau fara í bólið með öðrum, því í 10. bekk er þetta oft eftirá umræða. Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ojjjjjj!“ skríktu stúlkurnar og drengirnir í 7. og 8. bekk er píkan birtist á skjánum. Börnin ýmist huldu augu sín eða hreinlega grúfðu sig ofan í úlpuna og vonuðu að þetta myndi klárast sem fyrst. Þegar píkufróðleik var ausið yfir þau hlustuðu þau af einlægni og áhuga en báðu jafnframt um að skipt yrði bráðlega um glæru. Þessar píkur voru óþægilegar og svo margar og bara oj. Lítur hún í alvöru svona út? „Stelpur, þið vitið að áður en þið byrjið að stunda kynlíf þá er gott að kíkja á píkuna sína, bara til að vita hvernig hún lítur út.“ Hrollur fór um hópinn og gott ef nokkrar kúguðust ekki. Þegar ég setti þetta í samhengi við typpin þá virtist þetta minna mál. Þegar typpin komu svo loksins á skjáinn þá voru viðbrögðin heldur minni. Manni bregður víst ekki jafn mikið við typpin og þau eru greinilega minna ögrandi eða jafnvel minna ógeðsleg? Auðvitað pæla strákar í typpinu á sér og kíkja reglulega á það, það er bara gefið. En píkur, iss og svei. Þær lykta, eru skrítnar, ljótar, teygjanlegar, óreglulegar í lögun, flóknar í stýringu, heita asnalegu nafni (eða nöfnum) og svo blæðir þeim í þokkabót. „Af hverju skamma stelpur mann alltaf þegar maður segir píka og typpi?“ Þarna hafði ég bara enginn svör, nema bara að þær eru ekki vanar að tala svona, það þykir sumum mjög dónalegt að tala um kynfæri, sérstaklega ef þú ert unglingsstúlka. Þegar við höfðum loksins afgreitt grunnstarfsemi kynfæra fórum við yfir í sjálfsfróun. Drengirnir í 7. bekk kinkuðu kolli við samræðum um morgunbóner og sumir roðnuðu yfir sjálfsfróun og sáðláti. Drengirnir í 8. bekk hins vegar brostu sínu breiðasta þegar við ræddum um sömu mál og greinilegt að eitthvað mikið gerist á milli þessa ára. Stúlkurnar horfðu á mig með forundran þegar ég stakk upp á sjálfsfróun sem fyrstu kynlífsathöfninni þeirra. „Eigum við að gera þetta, þarna?“ sagði hún og benti niður og gretti sig og geiflaði. Þetta var hið stóra óhugsandi. Það lá frekar við að þetta væri verk fyrir vanar ókunnugar karlmannshendur en ekki fálmandi hendur áfastar við líkama þess sem kannar sjálfan sig og stýrist af eigin löngunum. Við erum stundum svo öfugsnúnar. Það þykir óyfirstíganlegur hjalli að skoða eigin líkama en sjálfsagt að skoða, strjúka, snerta og sleikja líkama annarra. Sem við hvorki þekkjum né skiljum. „En er eitthvað númer sem maður getur hringt í til að spyrja hvernig maður eigi að ríða, svona stellingar og þannig?“ Nei, minn kæri vinur. Kynlíf veltur allt á samskiptum þínum við bólfélagann og mörkunum sem þið setjið saman. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn og sagt hvað þér þykir gott og spurt viðkomandi sama, þá met ég það svo að þú sért ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Ofsalega er gott að fá að tala um þessi mál við unglingana áður en þau fara í bólið með öðrum, því í 10. bekk er þetta oft eftirá umræða.
Heilsa Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira