Rétturinn til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jón Örn Loðmfjörð skrifar 9. október 2014 07:00 Eitt sinn söng hljómsveitin Stjörnukisi „Viltu deyja?“. En þetta er ekkert hlaðborð, þér stendur ekkert til boða. Athugaðu að á meðan fjölmiðlar teyma þig í gegnum uppstrílaðar fyrirsagnir og myndasirkus er raunveruleikinn að gerast. Hann er óáhugaverður. Hann er soðnar kartöflur, rúgbrauð með úldinni síld. Ekki kræsilegt hlaðborð. Um daginn reyndum við, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lommi, að búa til umræðuvettvang þar sem ekkert átti að vera leyfilegt nema hið óáhugaverða í knattspyrnu, staðreyndir og hughrif sem venjulega fá ekki aðgang að fjölmiðlum. Innan tveggja daga var Fréttablaðið búið að stilla þessu upp sem einhverju „skrímsli“ og gríni. Geta fjölmiðlar ekki sætt sig við einlæg leiðindi? Mannsheilinn hefur tvær leiðir til að bregðast við síendurtekinni einhæfri vinnu. Sú fyrri, er stuðningsmenn Fréttablaðsins og annarra slíkra meginstraumsmiðla boða, er að forheimskast, horfa brosandi á færibandið og leiklesa yfir pakkningarnar gamlar sápuóperur. Sú seinni, sem við aðhyllumst og boðum, er að stækka vöðvana í skeifunni, sjá að tetra pak kassi #75 er næstum einsog tetra pak kassi #85. Njóta leiðindanna og skilja betur en nokkur hvernig allt fúnkerar. Hvorum aðilanum vorkennum við frekar? Rétturinn til að láta sér leiðast og eiga nógu mörg tækifæri til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs, að vera lifandi og að skilja lífið. Hættum að óttast það að vera leiðinleg. Hættum að óttast það að láta okkur leiðast.Keyrðum okkur út Karnivalið er búið. Við keyrðum okkur út, í vinnustaðaleikjum, skemmtistaðasleikjum, í skrílslátum við flllippskúnkana í svörtu maríu og núna loks í einhverju gríni á Feisbúkk. Það er enginn brandari að hefjast hér og það sem sagt verður næst og næst og næst er ekki pönslæn. Þetta er leiðinlegt. Óáhugavert. Njótið þess án þess að hörfa.Um þig kveður aldan og andvarans sog,þér óma leiðindi, hjarta á grafið,til þín horfa loftsalsins þjótandi log,til þín streymir sál mín, sem leiðinn í hafið.Almáttku leiðindi hrein og há,ég hneigi mig ann ykkur brennandi þrá.Stjörnudjásnið sem draugrifinn smokkurdraum við áttum um leiðann,en vinsældir þá vógu okkur. Svona orti Einar Benediktsson aldrei, enda var hann leiðinlegt skáld. Hann hefði aldrei ort um rifinn smokk, hvað þá draugrifinn, enda varð það orð aðeins til vegna stuðlasetningar. En einmitt leiðindi Einars sem skálds, tilgerðarleikinn, orðagjálfrið, gerði það að verkum að hann var á endanum huslaður í þjóðargrafreitnum. Innst inni tignum við nefnilega leiðindin, sérstaklega uppskafningsleg leiðindi. Og hvað er uppskafningslegra og leiðinlegra en óáhugaverðar upplýsingar um fótbolta? Jú, algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, ef drulluleiðinlegt er það, orti Einar einmitt ekki heldur, en hefði betur gert.Hyllum hið óáhugaverða Verkið Hellirinn eftir Mervy Peake hefst einhvern tíma um ísöld, þegar ung, falleg stúlka gengur inn í ókunnugan helli og fjölskyldan sem býr þar veit ekki hvort henni beri að hylla hana sem gyðju eða myrða. Að sjálfsögðu fara þau hinn gullna meðalveg og gera misheppnaða tilraun til að drepa hana. Í þriðja og síðasta þætti leikritsins er hafin kjarnorkustyrjöld og aðalhetjan rís upp úr líkhrúgu og æpir á áhorfendur: „Ó! Heimurinn er óendanlega skrítinn en ég get ekki dáið. Get ekki dáið. Dauðinn fær ekki að eiga mig.“ Og sjáið. Hellirinn. Þægindaramminn. Það er brennisteinsmengun í loftinu, og einhverstaðar eru þeir farnir að stafla líkunum – ekki þessum efniskenndu, heldur hugmyndafræðinni. Voninni. Þeir einu sem nenna að rísa upp úr líkhrúgunum eru þeir sem hafa enga aðra trú en að dauðinn sé glataður. Heilu turnarnir reistir til þess eins að segja manninum með ljáinn að fökka sér, vegir sem gera okkur kleift að finna guð í fjörunni, IKEA í Garðabæ og eymdina á Selfossi – en engan dauða. Við örkum niður Laugaveginn og lítum brosandi á gangstéttina. Ekki líta upp, þá sjáið þið heimsendasýnina sem hrynur brátt af þakbrúninni. Ókunnugar ufsagrýlur sem skaga fram úr gráum veggbrúnum bygginganna. Hinar óáhugaverðu staðreyndir sem flestir kjósa að hunsa. Það eina sem við viljum er tækifæri til að gefa lífinu, jafnt sem dauðanum, puttann og hylla hið óáhugaverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn söng hljómsveitin Stjörnukisi „Viltu deyja?“. En þetta er ekkert hlaðborð, þér stendur ekkert til boða. Athugaðu að á meðan fjölmiðlar teyma þig í gegnum uppstrílaðar fyrirsagnir og myndasirkus er raunveruleikinn að gerast. Hann er óáhugaverður. Hann er soðnar kartöflur, rúgbrauð með úldinni síld. Ekki kræsilegt hlaðborð. Um daginn reyndum við, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lommi, að búa til umræðuvettvang þar sem ekkert átti að vera leyfilegt nema hið óáhugaverða í knattspyrnu, staðreyndir og hughrif sem venjulega fá ekki aðgang að fjölmiðlum. Innan tveggja daga var Fréttablaðið búið að stilla þessu upp sem einhverju „skrímsli“ og gríni. Geta fjölmiðlar ekki sætt sig við einlæg leiðindi? Mannsheilinn hefur tvær leiðir til að bregðast við síendurtekinni einhæfri vinnu. Sú fyrri, er stuðningsmenn Fréttablaðsins og annarra slíkra meginstraumsmiðla boða, er að forheimskast, horfa brosandi á færibandið og leiklesa yfir pakkningarnar gamlar sápuóperur. Sú seinni, sem við aðhyllumst og boðum, er að stækka vöðvana í skeifunni, sjá að tetra pak kassi #75 er næstum einsog tetra pak kassi #85. Njóta leiðindanna og skilja betur en nokkur hvernig allt fúnkerar. Hvorum aðilanum vorkennum við frekar? Rétturinn til að láta sér leiðast og eiga nógu mörg tækifæri til að vera leiðinlegur er rétturinn til lífs, að vera lifandi og að skilja lífið. Hættum að óttast það að vera leiðinleg. Hættum að óttast það að láta okkur leiðast.Keyrðum okkur út Karnivalið er búið. Við keyrðum okkur út, í vinnustaðaleikjum, skemmtistaðasleikjum, í skrílslátum við flllippskúnkana í svörtu maríu og núna loks í einhverju gríni á Feisbúkk. Það er enginn brandari að hefjast hér og það sem sagt verður næst og næst og næst er ekki pönslæn. Þetta er leiðinlegt. Óáhugavert. Njótið þess án þess að hörfa.Um þig kveður aldan og andvarans sog,þér óma leiðindi, hjarta á grafið,til þín horfa loftsalsins þjótandi log,til þín streymir sál mín, sem leiðinn í hafið.Almáttku leiðindi hrein og há,ég hneigi mig ann ykkur brennandi þrá.Stjörnudjásnið sem draugrifinn smokkurdraum við áttum um leiðann,en vinsældir þá vógu okkur. Svona orti Einar Benediktsson aldrei, enda var hann leiðinlegt skáld. Hann hefði aldrei ort um rifinn smokk, hvað þá draugrifinn, enda varð það orð aðeins til vegna stuðlasetningar. En einmitt leiðindi Einars sem skálds, tilgerðarleikinn, orðagjálfrið, gerði það að verkum að hann var á endanum huslaður í þjóðargrafreitnum. Innst inni tignum við nefnilega leiðindin, sérstaklega uppskafningsleg leiðindi. Og hvað er uppskafningslegra og leiðinlegra en óáhugaverðar upplýsingar um fótbolta? Jú, algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar. Eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, ef drulluleiðinlegt er það, orti Einar einmitt ekki heldur, en hefði betur gert.Hyllum hið óáhugaverða Verkið Hellirinn eftir Mervy Peake hefst einhvern tíma um ísöld, þegar ung, falleg stúlka gengur inn í ókunnugan helli og fjölskyldan sem býr þar veit ekki hvort henni beri að hylla hana sem gyðju eða myrða. Að sjálfsögðu fara þau hinn gullna meðalveg og gera misheppnaða tilraun til að drepa hana. Í þriðja og síðasta þætti leikritsins er hafin kjarnorkustyrjöld og aðalhetjan rís upp úr líkhrúgu og æpir á áhorfendur: „Ó! Heimurinn er óendanlega skrítinn en ég get ekki dáið. Get ekki dáið. Dauðinn fær ekki að eiga mig.“ Og sjáið. Hellirinn. Þægindaramminn. Það er brennisteinsmengun í loftinu, og einhverstaðar eru þeir farnir að stafla líkunum – ekki þessum efniskenndu, heldur hugmyndafræðinni. Voninni. Þeir einu sem nenna að rísa upp úr líkhrúgunum eru þeir sem hafa enga aðra trú en að dauðinn sé glataður. Heilu turnarnir reistir til þess eins að segja manninum með ljáinn að fökka sér, vegir sem gera okkur kleift að finna guð í fjörunni, IKEA í Garðabæ og eymdina á Selfossi – en engan dauða. Við örkum niður Laugaveginn og lítum brosandi á gangstéttina. Ekki líta upp, þá sjáið þið heimsendasýnina sem hrynur brátt af þakbrúninni. Ókunnugar ufsagrýlur sem skaga fram úr gráum veggbrúnum bygginganna. Hinar óáhugaverðu staðreyndir sem flestir kjósa að hunsa. Það eina sem við viljum er tækifæri til að gefa lífinu, jafnt sem dauðanum, puttann og hylla hið óáhugaverða.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun