Var nærri búin að gleyma þessu sjálf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. október 2014 13:30 Oddný Eir „Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær.“ Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira