Var nærri búin að gleyma þessu sjálf Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. október 2014 13:30 Oddný Eir „Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær.“ Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Auðvitað er tilfinningin mjög góð, hvað viltu eiginlega að ég segi?“ spyr Oddný Eir Ævarsdóttir spurð hvernig henni líði eftir að hafa fengið þau tíðindi að hún sé ein þeirra sem hljóta Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár. „Mér þykir vænt um að fá þessi verðlaun fyrir Jarðnæði, sérstaklega þar sem tilgangur verðlaunanna er meðal annars að auðvelda þýðingar á viðkomandi verki. Bókin hefur enn ekki verið þýdd á önnur tungumál en færeysku og sú þýðing er enn í vinnslu.“ Jarðnæði kom út hjá Bjarti árið 2011 og hlaut Fjöruverðlaunin 2012 auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár og hljóta einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Í tilkynningu um ákvörðun dómnefnda kemur fram að verðlaununum er ætlað að veita nýjustu og bestu upprennandi rithöfundunum í Evrópu viðurkenningu. „Ég held líka að hugsunin sé sú að draga fram jaðarsvæðin og koma bókmenntum sem ekki myndu spjara sig á hinum harða engilsaxneska markaði í sviðsljósið,“ segir Oddný Eir. „Mér finnst það fín hugsjón.“ Oddný Eir sendir frá sér skáldsögu í haust, Ástarmeistarann, sem hún segist vera nýbúin að senda í prentun. „Það er ástarsaga, sem þykist ekki hafa neinar sjálfsævisögulegar skírskotanir eins og Jarðnæði.“ Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sem fram fer í Concert Noble-höllinni í Brussel hinn 18. nóvember og Oddný Eir ætlar að sjálfsögðu að mæta þar til að veita þeim viðtöku. „Já, ég ætla bara að skvera mér,“ segir hún hlæjandi. „Ég er reyndar búin að vita af þessu í þó nokkurn tíma en það var svo rosalegt leyndarmál að maður var eiginlega búinn að gleyma því sjálfur. En vonandi verður þetta til þess að greiða leið Jarðnæðis inn á Evrópumarkað. Maður hefur kraftinn í að skrifa bækurnar en ekki mikinn kraft í að prómótera þær þannig að þetta er rosa góð hjálp við það.“ Alls hljóta þrettán höfundar verðlaunin í ár, auk Oddnýjar, þau Ben Blushi frá Albaníu, Milen Ruskov frá Búlgaríu, Jan Nmec frá Tékklandi, Makis Tsitas frá Grikklandi, Janis Jonevs frá Lettlandi, Armin Öhri frá Liechtenstein, Pierre J. Mejlak frá Möltu, Ognjen Spahi frá Svartfjallalandi, Marente de Moor frá Hollandi, Uglješa Šajtinac frá Serbíu, Birgül Ouz frá Tyrklandi og Evie Wyld frá Bretlandi. Sérhverjum vinningshafa áskotnast 5.000 evrur í verðlaun.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp