Elítan í norrænum barnabókmenntum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. október 2014 12:30 Tinna Ásgeirsdóttir: „Allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Vísir/Ernir Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is. Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðlega barnabókahátíðin Mýrin hefst í sjöunda sinn í Norræna húsinu á morgun og stendur fram á sunnudag. Á henni koma fram á fjórða tug íslenskra og erlendra rithöfunda. Stór sýning byggð á norrænum barnabókmenntum er haldin í tengslum við hátíðina og stendur yfir í sjö vikur. Á hátíðinni verður einnig haldið málþing um framtíð barnabókmennta, ýmsar málstofur, sköpunarsmiðjur og fleira og fleira. „Þetta er þétt dagskrá,“ segir Tinna Ásgeirsdóttir verkefnastjóri. „Á morgun verður dagskrá fyrir skólahópa, málstofur og stefnumót við höfunda, á föstudag er málþing um framtíðina í barnabókmenntum sem stendur allan daginn og þarf að skrá sig á. Á laugardag verða fleiri málstofur, meðal annars málstofa um það hvernig rithöfundar og barnabókmenntir nálgast viðkvæm viðfangsefni á borð við dauðann og önnur um það sem er tabú að skrifa um í barnabókum á hverjum tíma undir yfirskriftinni Tabú og tíðarandi, sem ég held að verði mjög skemmtileg.“ Á sunnudaginn verða svo upplestrar, leiðsögn og myndasmiðja fyrir börn og foreldra. „Það er rétt að undirstrika að smiðjurnar eru allar hugsaðar sem fjölskylduviðburðir,“ segir Tinna. „Við hvetjum foreldra til að taka þátt í þeim með börnum sínum.“ Á laugardag og sunnudag munu þeir höfundar sem eru tilnefndir í ár til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs lesa upp úr bókum sínum frá klukkan 13 til 15. „Þetta er elítan í barnabókmenntum á Norðurlöndunum í dag,“ segir Tinna. „Og allir fyrirlesarar á hátíðinni eru í fremstu röð á sínu sviði. Þetta verður rosaflott.“ Allar upplýsingar um viðburðina og tímasetningar þeirra er að finna á heimasíðu hátíðarinnar myrin.is.
Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira