Gunnar Nelson: Ég mun koma til baka Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar 6. október 2014 07:00 Rick Story gerði vel í að halda bardaganum frá því að fara í gólfið sem gerði Gunnari erfitt fyrir. vísir/Getty „Ég er aðeins marinn á lærinu en annars er ég góður,“ segir GunnarNelson en hann var ansi lemstraður er Fréttablaðið hitti á hann í gær. Venjulega sér ekki á honum eftir bardaga en fimm lotna stríðið tók sinn toll af honum. Hann meiddist þó ekki alvarlega. Bardagi hans og Rick Story fór nánast eingöngu fram standandi. Gunnar náði honum ekki í gólfið en þangað vildi Story alls ekki fara. Bardaginn fór alla leið og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur í bardaganum.Nú heim í salinn „Þetta var erfiður fimm lotu bardagi. Við svoleiðis djöfluðumst hvor á öðrum. Mér fannst ég hafa sigrað fyrstu og aðra lotuna nokkuð örugglega. Þriðja var jöfn en hann var mun grimmari í síðustu tveim lotunum,“ segir Gunnar um bardagann en eins og áður segir kom hann Story nánast ekkert í gólfið þar sem Gunnar er bestur. Gunnar sagði Story hafa verið mjög sleipan og erfitt að ná taki á honum eins og þeir sem fylgdust með bardaganum sáu. „Nú er það heim í æfingasalinn og ég veit nú um ýmislegt sem þarf að laga. Eins og til að mynda jafnvægið standandi. Það hefði mátt vera betra upp á öndunina til að vera ferskari bæði í höggum og að ná andstæðingnum niður. Ég þarf að spá í þessu og vinna með þetta á næstunni. Ég er mjög sáttur með þennan bardaga því ég held að maður læri aldrei eins mikið og af svona bardaga. Það lenda allir í því að tapa.“Gunnar landaði mjög flottu hringsparki í bardaganum.vísir/gettyAldrei valtur Gunnar segir að undirbúningurinn hafi gengið vel og að honum hafi liðið vel fyrir bardagann. En kom Story honum á óvart? „Það kom á óvart hversu sleipur hann var og hvernig hann gat haldið keyrslunni áfram. Hvernig hann gat sveiflað svona ægilega af krafti út allar loturnar,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi ekkert verið vankaður eftir að hafa verið sleginn niður. „Ég var aldrei neitt valtur. Mér fannst ég vera skýr allan tímann.“ Gunnar og hans menn töluðu um fyrir bardagann að það myndi henta honum vel að fara alla leið. Story sagði slíkt hið sama og það var Story sem var öflugri í lokalotunum. „Það vantaði líklega upp á úthaldið hjá mér þó svo að við hefðum báðir verið mjög þreyttir. Hann hefur kannski meiri reynslu þegar komið er á þetta stig og hans stíll hentaði betur að þessu sinni. Það var magnað hvað hann gat sveiflað allt til enda. Hann vann líklega bardagann á því.“Aftar í goggunarröðina Okkar maður segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúning sinn að vera án þjálfarans, John Kavanagh, í um tvær vikur rétt fyrir bardagann. Gunnar vildi fá mann á topp fimm fyrir þennan bardaga en fékk Story sem var ekki á topp fimmtán. Var hann að biðja um of mikið of snemma? „Nei, ég held ekki. Svona bardagar eiga sér stað. Story hefur sigrað núverandi meistara og hann er einn af þessum gaurum sem geta komið upp aftur. Ég veit að ég fell aðeins aftur í goggunarröðinni núna en ég veit að ég mun koma til baka. Fá fínan andstæðing og halda áfram að klifra upp. Það er engin spurning að þessi reynsla mun styrkja mig. Þetta var hrikaleg orrusta,“ sagði Gunnar Nelson.Gunnar komst í hann krappann í fjórðu lotu.vísir/gettyvísir/getty MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
„Ég er aðeins marinn á lærinu en annars er ég góður,“ segir GunnarNelson en hann var ansi lemstraður er Fréttablaðið hitti á hann í gær. Venjulega sér ekki á honum eftir bardaga en fimm lotna stríðið tók sinn toll af honum. Hann meiddist þó ekki alvarlega. Bardagi hans og Rick Story fór nánast eingöngu fram standandi. Gunnar náði honum ekki í gólfið en þangað vildi Story alls ekki fara. Bardaginn fór alla leið og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur í bardaganum.Nú heim í salinn „Þetta var erfiður fimm lotu bardagi. Við svoleiðis djöfluðumst hvor á öðrum. Mér fannst ég hafa sigrað fyrstu og aðra lotuna nokkuð örugglega. Þriðja var jöfn en hann var mun grimmari í síðustu tveim lotunum,“ segir Gunnar um bardagann en eins og áður segir kom hann Story nánast ekkert í gólfið þar sem Gunnar er bestur. Gunnar sagði Story hafa verið mjög sleipan og erfitt að ná taki á honum eins og þeir sem fylgdust með bardaganum sáu. „Nú er það heim í æfingasalinn og ég veit nú um ýmislegt sem þarf að laga. Eins og til að mynda jafnvægið standandi. Það hefði mátt vera betra upp á öndunina til að vera ferskari bæði í höggum og að ná andstæðingnum niður. Ég þarf að spá í þessu og vinna með þetta á næstunni. Ég er mjög sáttur með þennan bardaga því ég held að maður læri aldrei eins mikið og af svona bardaga. Það lenda allir í því að tapa.“Gunnar landaði mjög flottu hringsparki í bardaganum.vísir/gettyAldrei valtur Gunnar segir að undirbúningurinn hafi gengið vel og að honum hafi liðið vel fyrir bardagann. En kom Story honum á óvart? „Það kom á óvart hversu sleipur hann var og hvernig hann gat haldið keyrslunni áfram. Hvernig hann gat sveiflað svona ægilega af krafti út allar loturnar,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi ekkert verið vankaður eftir að hafa verið sleginn niður. „Ég var aldrei neitt valtur. Mér fannst ég vera skýr allan tímann.“ Gunnar og hans menn töluðu um fyrir bardagann að það myndi henta honum vel að fara alla leið. Story sagði slíkt hið sama og það var Story sem var öflugri í lokalotunum. „Það vantaði líklega upp á úthaldið hjá mér þó svo að við hefðum báðir verið mjög þreyttir. Hann hefur kannski meiri reynslu þegar komið er á þetta stig og hans stíll hentaði betur að þessu sinni. Það var magnað hvað hann gat sveiflað allt til enda. Hann vann líklega bardagann á því.“Aftar í goggunarröðina Okkar maður segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúning sinn að vera án þjálfarans, John Kavanagh, í um tvær vikur rétt fyrir bardagann. Gunnar vildi fá mann á topp fimm fyrir þennan bardaga en fékk Story sem var ekki á topp fimmtán. Var hann að biðja um of mikið of snemma? „Nei, ég held ekki. Svona bardagar eiga sér stað. Story hefur sigrað núverandi meistara og hann er einn af þessum gaurum sem geta komið upp aftur. Ég veit að ég fell aðeins aftur í goggunarröðinni núna en ég veit að ég mun koma til baka. Fá fínan andstæðing og halda áfram að klifra upp. Það er engin spurning að þessi reynsla mun styrkja mig. Þetta var hrikaleg orrusta,“ sagði Gunnar Nelson.Gunnar komst í hann krappann í fjórðu lotu.vísir/gettyvísir/getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Stefán vann í stað Arnars Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Sjá meira
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07
Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51
Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01