Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar 2. október 2014 06:30 „Ég mæti nokkuð bjartsýnn til leiks enda veit ég vel hvað ég get,“ segir Bandaríkjamaðurinn Rick Story öruggur með sig er hann settist niður með blaðamanni Fréttablaðsins á Grand-hótelinu í Stokkhólmi í gær. Story er ekki maður mikill vexti og ekkert sérstaklega ógnandi heldur. Þetta er viðkunnanlegur náungi sem reyndi að gefa af sér á fjölmiðladeginum í gær þó svo hann væri augljóslega dauðþreyttur. „Ég veit vel að Gunnar er að æfa eins og skepna til þess að vinna enn einn bardagann. Ég held aftur á móti að það verði mjög erfitt fyrir hann að vinna mig.“ Story er orðinn þrítugur og gríðarlega reyndur í MMA eða blönduðum bardagalistum. Fyrir fjórum árum lagði hann ríkjandi meistara í veltivigtinni, Johny Hendricks, þannig að hér er enginn aukvisi á ferð. Hvern telur hann vera lykilinn að því að vinna Gunnar Nelson? „Ég held að lykillinn að því að leggja Gunnar sé að komast í seinni lotur bardaga með honum. Þannig er hægt að reyna á þol hans. Þegar þrek hans fer að þverra þá gef ég í og næ yfirhöndinni,“ sagði Story ákveðinn og trúði því sem hann var að segja. „Það er eitt af lykilatriðunum við að vinna Gunnar en ég mun ekki gefa meira upp í bili,“ sagði Story og glotti við tönn. Story segist venjulega vilja þreyta andstæðinga sína og segir að bæði hann og Gunnar vilji fara varlega inn í sína bardaga. Hér að ofan má sjá viðtalið við Story í heild sinni.ætlar sér sigur Rick Story sagði blaðamönnum sögu sína í Stokkhólmi í gær.fréttablaðið/böddi„Það segja allir að við förum báðir rólega af stað en kannski breyti ég til núna og fer af fullum krafti strax frá upphafi. Við ætlum ekki að láta neinum leiðast. Ég fer aldrei með það að markmiði í hringinn að lenda í leiðinlegum bardaga. Ég mun gera mitt besta til þess að skemmta fólkinu. Ég verð mættur í búrið til þess að reyna að klára bardagann.“ Sanna mig með sigri Story hefur unnið þrjá af síðustu fimm bardögum sínum og sigur gegn Gunnari gæti kveikt nýtt líf í UFC-ferli hans. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að komast upp styrkleikalistinn. Þetta er aðalbardagi og gegn Gunnari sem hefur aldrei tapað í UFC. Gunnar er alvöru maður en ef ég vinn þá sýni ég fólki að ég á heima á meðal tíu efstu manna í okkar flokki.“ Story hefur aðeins einu sinni hitt Gunnar og þekkir hann ekki. Hann segist þó vita að Gunnar sé geðþekkur náungi. „Ég hef séð hann í viðtölum og hitti hann við komuna hingað. Hann virðist hafa svipaðan persónuleika og ég. Ég ber engan illan hug til Gunnars en þegar við förum í hringinn þá tekur grimmdin við. Við getum verið vinir eftir bardagann og það er ekkert mál. En þegar búrinu er lokað þá erum við ekki vinir.“Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
„Ég mæti nokkuð bjartsýnn til leiks enda veit ég vel hvað ég get,“ segir Bandaríkjamaðurinn Rick Story öruggur með sig er hann settist niður með blaðamanni Fréttablaðsins á Grand-hótelinu í Stokkhólmi í gær. Story er ekki maður mikill vexti og ekkert sérstaklega ógnandi heldur. Þetta er viðkunnanlegur náungi sem reyndi að gefa af sér á fjölmiðladeginum í gær þó svo hann væri augljóslega dauðþreyttur. „Ég veit vel að Gunnar er að æfa eins og skepna til þess að vinna enn einn bardagann. Ég held aftur á móti að það verði mjög erfitt fyrir hann að vinna mig.“ Story er orðinn þrítugur og gríðarlega reyndur í MMA eða blönduðum bardagalistum. Fyrir fjórum árum lagði hann ríkjandi meistara í veltivigtinni, Johny Hendricks, þannig að hér er enginn aukvisi á ferð. Hvern telur hann vera lykilinn að því að vinna Gunnar Nelson? „Ég held að lykillinn að því að leggja Gunnar sé að komast í seinni lotur bardaga með honum. Þannig er hægt að reyna á þol hans. Þegar þrek hans fer að þverra þá gef ég í og næ yfirhöndinni,“ sagði Story ákveðinn og trúði því sem hann var að segja. „Það er eitt af lykilatriðunum við að vinna Gunnar en ég mun ekki gefa meira upp í bili,“ sagði Story og glotti við tönn. Story segist venjulega vilja þreyta andstæðinga sína og segir að bæði hann og Gunnar vilji fara varlega inn í sína bardaga. Hér að ofan má sjá viðtalið við Story í heild sinni.ætlar sér sigur Rick Story sagði blaðamönnum sögu sína í Stokkhólmi í gær.fréttablaðið/böddi„Það segja allir að við förum báðir rólega af stað en kannski breyti ég til núna og fer af fullum krafti strax frá upphafi. Við ætlum ekki að láta neinum leiðast. Ég fer aldrei með það að markmiði í hringinn að lenda í leiðinlegum bardaga. Ég mun gera mitt besta til þess að skemmta fólkinu. Ég verð mættur í búrið til þess að reyna að klára bardagann.“ Sanna mig með sigri Story hefur unnið þrjá af síðustu fimm bardögum sínum og sigur gegn Gunnari gæti kveikt nýtt líf í UFC-ferli hans. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að komast upp styrkleikalistinn. Þetta er aðalbardagi og gegn Gunnari sem hefur aldrei tapað í UFC. Gunnar er alvöru maður en ef ég vinn þá sýni ég fólki að ég á heima á meðal tíu efstu manna í okkar flokki.“ Story hefur aðeins einu sinni hitt Gunnar og þekkir hann ekki. Hann segist þó vita að Gunnar sé geðþekkur náungi. „Ég hef séð hann í viðtölum og hitti hann við komuna hingað. Hann virðist hafa svipaðan persónuleika og ég. Ég ber engan illan hug til Gunnars en þegar við förum í hringinn þá tekur grimmdin við. Við getum verið vinir eftir bardagann og það er ekkert mál. En þegar búrinu er lokað þá erum við ekki vinir.“Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00 Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00 Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00
Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00
Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15
Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00
Er verið að fórna Story fyrir Gunnar? Rick Story veltir fyrir sér ástæðum þess að hann var valinn til að berjast við Gunnar Nelson. 1. október 2014 22:00
Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Mótherji Gunnars Nelson í Stokkhólmi á laugardagskvöldið ber virðingu fyrir Íslendingnum en er hvergi banginn. 1. október 2014 13:00
Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi Hópur fjölmiðlamanna umkringir okkar mann á fjölmiðlafundi fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 1. október 2014 14:30
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30
Búið að selja um 9.000 miða á bardagakvöldið með Gunnari Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Grand-hótelið í Stokkhólmi í dag til þess að sjá Gunnar ganga inn á hótelið þar sem fjölmiðladagurinn var haldinn. 1. október 2014 16:13