Hvað er leikrit? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. október 2014 15:30 Hallfríður Þóra Tryggvadóttir. „Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu.“ Mynd: Alex Bergmann „Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar. Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans. Hallfríður segir þá sem að hátíðinni koma vinna með það að leiðarljósi að vekja athygli á performansleikhúsi. „Við erum að velta því fyrir okkur hvað leikrit sé og hvort dramatískur texti þurfi endilega að vera þungamiðja þess,“ segir Hallfríður. „Þetta þema kemur fram í ólíkum birtingarmyndum í þessum fimm borgum en alls staðar er unnið hljóðverk út frá viðkomandi borg. Hljóðverkið á All Change Festival í Reykjavík fjallar um Hallgrímskirkju og er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Fólk getur hlustað á það í sérstökum turni sem er í Tjarnarbíói en það verður líka aðgengilegt á heimasíðu sem verður auglýst síðar.“ All Change Festival er hluti af bresku hátíðinni Fun Palaces og samstarfsmenn á alþjóðavísu eru listamennirnir eða listhóparnir Firehouse Creative Productions í London, Bluespots Productions í Augsburg, NEW NOISE í New Orleans og Lucy Jackson og Lisa Szolovits í New York. Í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá þar sem meðal annars verða sýnd leikverkin Kameljón, Haraldurinn og Róðarí, auk þess sem sýnt verður úr verki í vinnslu, sýningunni Strengjum sem verður frumsýnd í lok október. Dagskránni lýkur svo með pallborðsumræðum á sunnudagskvöld. „Þær munu fjalla um þessa spurningu: hvað leikrit sé og þar mun Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem er að ljúka doktorsverkefni í bókmenntafræði með áherslu á leikhús, fjalla um muninn á dramatísku og póstdramatísku leikhúsi. Síðan munu nokkrir listamenn, þau Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hrund Ólafsdóttir, fjalla um eigin leikhússköpun, Símon Birgisson ræðir spurninguna hvað er leikrit? og að endingu mun Una Þorleifsdóttir segja frá kennslu og aðferðum sem beitt er á sviðshöfundabraut LHÍ. Þetta ættu að verða rosalega fróðlegar umræður,“ segir Hallfríður. „Og ég hvet alla sem hafa áhuga á íslensku leikhúsi til að mæta og taka þátt í þeim.“ Upplýsingar um dagskrána má meðal annars nálgast á Facebook-síðu hátíðarinnar, allchangefestivalreykjavik, og á heimasíðum Tjarnarbíós og Bókmenntaborgarinnar.
Menning Mest lesið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira