Fótbolti

Martínez: Eto'o klár í Evrópuslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Everton vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Englandi um helgina, er liðið lagði West Brom.
Everton vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Englandi um helgina, er liðið lagði West Brom. vísir/getty
Riðlakeppni Evrópudeildar UEFA hefst í kvöld með heilli umferð en alls fara fram 24 leikir í tólf riðlum. Tvö Íslendingalið eru með í keppninni en RúrikGíslason og félagar í FCK mæta HJK Helsinki í kvöld og rússneska liðið Krasnodar, með RagnarSigurðsson innanborðs, leikur gegn Lille frá Frakklandi.

Tvö ensk lið komust í riðlakeppnina og verður sýnt beint frá leikjum liðanna á Stöð 2 Sport í kvöld. Viðureign Partizan Belgrad og Tottenham hefst klukkan 17.00 og Everton tekur á móti Wolfsburg klukkan 19.05.

Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að Samuel Eto‘o sé leikfær eftir að hafa misst af 2-0 sigri liðsins á West Brom um helgina. „Við erum spenntir fyrir því að spila í Evrópukeppni. Þar þurfum við að sanna okkur en að baki liggur tólf mánaða undirbúningur,“ sagði Martinez við blaðamenn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×