Töfrafjallið er stórkostlegt landakort um nútímann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:00 Hópurinn í Davos á söguslóðum Töfrafjalls Thomasar Mann. Mynd/Haraldur Jónsson Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira