Alþingi höktir af stað eftir sumarfrí Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. september 2014 07:00 Segjast verður eins og er að kynning ríkisstjórnarflokkanna á fjárlagafrumvarpinu er ekki til þess fallin að vekja traust. Þannig kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins á fimmtudag að þingflokkur Framsóknarflokksins hefði sett þann fyrirvara við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattkerfinu að þær yrðu til hagsbóta fyrir fólk í öllum tekjuflokkum. „Það kemur til greina að gera hverjar þær breytingar sem þarf til að ná þessu grundvallarprinsippi,“ sagði forsætisráðherra. „Í þinglegri meðferð næstu vikurnar og mánuðina ætlum við að tryggja að þetta skili sér til allra hópa.“ Í fyrstu umræðum þingsins eftir sumarleyfi um fjárlagafrumvarpið hnutu þingmenn stjórnarandstöðunnar eðlilega um þetta misræmi. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ spurði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar í gær. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að hann telji málið vanhugsað frá upphafi. Undir þá ályktun kann að ýta að í texta fjárlagafrumvarpsins sem birt var á vef fjármálaráðuneytisins í vikunni birtist önnur útfærsla á virðisaukaskattsbreytingunum en lagt er upp með í raun. Þar var gert ráð fyrir að breytingin tæki gildi á tveimur árum og endaði í 14 prósentum 2016. Í frumvarpinu er líka gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði seldur 30 prósenta hlutur í Landsbankanum. Þar verður afar forvitnilegt að sjá nánari útfærslu því tæpast má gera ráð fyrir því að hámarksverð fáist fyrir eignarhlut þar sem kaupandi hlutarins gengst inn á að vera minnihlutaeigandi í ríkisfyrirtæki. Líklegast er því að Landsbankinn hverfi hratt úr ríkiseigu eftir að þetta skref er stigið, hvort sem það verður með hlutabréfaútboði og skráningu í Kauphöllina eða með frekari sölu eignarhlutar. Sporin hræða hins vegar í þessum efnum, enda hafa margir talið rót hrunsins liggja í klúðrinu við síðustu einkavæðingu ríkisbankanna, þar sem fallið var frá skipulögðu söluferli með áherslu á dreift og erlent eignarhald, yfir í að selja völdum hópum eignirnar. Á þetta, eins og annað, kemst vonandi skýrari mynd í meðförum Alþingis á fjárlagafrumvarpinu næstu daga þótt umræður í gærmorgun hafi kannski ekki aukið tiltrú fólks á gagnsemi umræðunnar. Þar fór stór hluti umræðunnar fyrir hádegi í orðhengilshátt og rugl þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar reyndu að fá forsætisráðherra til að svara spurningum um margvísleg efni sem að hans ráðuneyti snúa, en ráðherrann stóð fastur á því að svara bara spurningum sem sneru að dóms- og lögreglumálum. Hann væri mættur í pontu með þann hatt einan á höfðinu. Fólk sem fylgdist með þessum fyrstu umræðum á haustþinginu getur bara vonað að fall sé fararheill og að þær verði vitlegri í framhaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun
Segjast verður eins og er að kynning ríkisstjórnarflokkanna á fjárlagafrumvarpinu er ekki til þess fallin að vekja traust. Þannig kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við Kastljós Sjónvarpsins á fimmtudag að þingflokkur Framsóknarflokksins hefði sett þann fyrirvara við fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattkerfinu að þær yrðu til hagsbóta fyrir fólk í öllum tekjuflokkum. „Það kemur til greina að gera hverjar þær breytingar sem þarf til að ná þessu grundvallarprinsippi,“ sagði forsætisráðherra. „Í þinglegri meðferð næstu vikurnar og mánuðina ætlum við að tryggja að þetta skili sér til allra hópa.“ Í fyrstu umræðum þingsins eftir sumarleyfi um fjárlagafrumvarpið hnutu þingmenn stjórnarandstöðunnar eðlilega um þetta misræmi. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ spurði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar í gær. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að hann telji málið vanhugsað frá upphafi. Undir þá ályktun kann að ýta að í texta fjárlagafrumvarpsins sem birt var á vef fjármálaráðuneytisins í vikunni birtist önnur útfærsla á virðisaukaskattsbreytingunum en lagt er upp með í raun. Þar var gert ráð fyrir að breytingin tæki gildi á tveimur árum og endaði í 14 prósentum 2016. Í frumvarpinu er líka gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum verði seldur 30 prósenta hlutur í Landsbankanum. Þar verður afar forvitnilegt að sjá nánari útfærslu því tæpast má gera ráð fyrir því að hámarksverð fáist fyrir eignarhlut þar sem kaupandi hlutarins gengst inn á að vera minnihlutaeigandi í ríkisfyrirtæki. Líklegast er því að Landsbankinn hverfi hratt úr ríkiseigu eftir að þetta skref er stigið, hvort sem það verður með hlutabréfaútboði og skráningu í Kauphöllina eða með frekari sölu eignarhlutar. Sporin hræða hins vegar í þessum efnum, enda hafa margir talið rót hrunsins liggja í klúðrinu við síðustu einkavæðingu ríkisbankanna, þar sem fallið var frá skipulögðu söluferli með áherslu á dreift og erlent eignarhald, yfir í að selja völdum hópum eignirnar. Á þetta, eins og annað, kemst vonandi skýrari mynd í meðförum Alþingis á fjárlagafrumvarpinu næstu daga þótt umræður í gærmorgun hafi kannski ekki aukið tiltrú fólks á gagnsemi umræðunnar. Þar fór stór hluti umræðunnar fyrir hádegi í orðhengilshátt og rugl þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar reyndu að fá forsætisráðherra til að svara spurningum um margvísleg efni sem að hans ráðuneyti snúa, en ráðherrann stóð fastur á því að svara bara spurningum sem sneru að dóms- og lögreglumálum. Hann væri mættur í pontu með þann hatt einan á höfðinu. Fólk sem fylgdist með þessum fyrstu umræðum á haustþinginu getur bara vonað að fall sé fararheill og að þær verði vitlegri í framhaldinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun