Fjölbragðasýning hjá Hymnodiu í Dalabúð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2014 17:00 Hymnodia ætlar að flytja þjóðlög frá öllum heimshornum, svo sem skoska drykkjuvísu, mexíkóskan baráttusöng og finnskan polka. Mynd/úr einkasafni „Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Okkar uppátækjum eru engin takmörk sett,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Kammerkórsins Hymnodiu, glaðlega og vísar þar til þeirrar dagskrár sem kórinn mun flytja í Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20. Hann kallar það fjölbragðasýningu og hlakkar til að heimsækja æskuslóðir sínar í Dölunum með hana í farteskinu. Kórinn syngur nefnilega og spilar á alls kyns skrítin og skemmtileg hljóðfæri og hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans, að sögn Eyþórs. „Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ lýsir hann. Meðal hljóðfæra sem kórinn notar er gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit. Einnig verður þar hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi, strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju, blómavasar og vínflöskur, þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi, sauðaleggjaflautur og græjutaska kórstjórans. Eyþór segir tónlistina líka afar fjölbreytta. „Þetta eru þjóðlög frá öllum heimshornum eins og skosk drykkjuvísa, mexíkóskur baráttusöngur, madrígal um kakkalakka, sænskur dansleikur, finnskur polki, enskt ástarljóð, rússneskt vögguljóð, kvöldsöngur fiska og margt fleira.“ Kórinn flutti þessa efnisskrá á níu tónleikum á Norðausturlandi í október og nóvember 2013 við mikið lof gesta að sögn Eyþórs. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir í Dalabúð klukkan 20. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Menning Mest lesið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira