Kerfið verður að virka eins og því er lýst Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2014 10:30 Helga Margrét Reykdal, hjá Truenorth, Aðsend mynd „Ég get ekki svarað fyrir ráðuneytið, eða tjáð mig um hvaða aðstæður liggja að baki, en ég get staðfest það að framleiðendur myndarinnar Noah, sem tekin var upp hér á landi sumarið 2012, hafi ekki enn fengið þá 20 prósenta endurgreiðslu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem þeim ber að fá,“ segir Helga Margrét Reykdal, hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth, en fyrirtækið þjónustaði kvikmyndaverið Paramount Pictures við að skjóta stóran hluta myndarinnar hér á landi. „Að sjálfsögðu kemur þetta sér ekki vel. Allar tafir eru slæmar og það geta verið misjafnar ástæður fyrir því af hverju greiðslunum seinkar en það sem skiptir öllu máli er að vinnsluhraðinn hjá ráðuneytinu sé góður. Hann hefur ekki alltaf verið það,“ segir hún jafnframt. Helga Margrét er ekki sú fyrsta úr kvikmyndageiranum á Íslandi sem tjáir sig um seinagang stjórnvalda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurgreiðir erlendum framleiðendum sem taka kvikmyndir og sjónvarpsþætti hér á landi 20 prósent af framleiðslukostnaði, en í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum nefndi leikstjórinn Baltasar Kormákur dæmi um seinagang við endurgreiðslur vegna myndarinnar Oblivion sem tekin var upp á Íslandi árið 2012 og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Baltasar nefndi í sama viðtali að endurgreiðslurnar væru mjög mikilvægur þáttur í ferlinu að trekkja erlend kvikmyndaverkefni til landsins. Hann lagði mikla áherslu á að lánafyrirtækin sem leggja út fyrir 20 prósentunum yrðu að geta treyst því að fá endurgreitt.Baltasar KormákurVísir/AntonBaltasar bætti við að þó mikið af erlendum stórmyndum hefði verið tekið hér á landi undanfarið væri í flestum tilfellum um fjallatökur að ræða. Hann sagði nauðsynlegt að erlendir framleiðendur hefðu traust á íslenska kerfinu og þá myndu hugsanlega koma hingað til lands verkefni í heilu lagi. „Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón dollara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér,“ bætti Baltasar við, og átti þá við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Everest.Hilmar SigurðssonVísir/ErnirHilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, tekur undir þessi orð Baltasars og segir endurgreiðslurnar frá ráðuneytinu eitt af þremur lykilatriðum sem miði að því að trekkja erlend verkefni til Íslands. „Hluti af því að erlendar myndir eru teknar hér á landi er auðvitað náttúran og umhverfið, og starfsfólkið okkar, og svo þetta endurgreiðslukerfi. Styrkurinn í íslenska kerfinu er einfaldleiki þess, það á að vera tiltölulega þægilegt og gagnsætt. Það er náttúrulega áhyggjuefni ef greiðslur eru að dragast of lengi, en við þurfum líka að átta okkur á því að um er að ræða greiðslur úr ríkissjóði sem lúta lögmálum ríkisreiknings og eðlilegrar meðferðar opinbers fjár. Maður skilur að það sé ekki bein ávísun um leið og öllum gögnum hefur verið skilað, en það verður að gera þær kröfur að svona kerfi virki eins og þeim er lýst.“ Endurgreiðslur á borð við þær sem greiddar eru á Íslandi tíðkast um allan heim. „Hagræn áhrif þeirra hafa verið reiknuð út, margsinnis, og þjóðfélagið hefur hag af þessu, til dæmis út af vinnusköttum. Þróunin í þessu í nágrannalöndum okkar er sú að ráðuneytin eru að hækka þessar endurgreiðslur. Í Bretlandi hafa þær hækkað upp í 25-30 prósent, á Írlandi er endurgreiðslan í 28 prósentum en stendur til að hækka hana upp í 32 %. Í Kanada, sem er kannski heldur óvenjulegt, er hægt að fara í yfir 50 prósent undir ákveðnum skilyrðum.“ Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um ástæður þess að endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndarinnar Noah hefðu ekki verið greiddar framleiðandanum. Þau svör fengust að ráðuneytið gæfi ekki upplýsingar um stöðu einstakra verkefna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég get ekki svarað fyrir ráðuneytið, eða tjáð mig um hvaða aðstæður liggja að baki, en ég get staðfest það að framleiðendur myndarinnar Noah, sem tekin var upp hér á landi sumarið 2012, hafi ekki enn fengið þá 20 prósenta endurgreiðslu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem þeim ber að fá,“ segir Helga Margrét Reykdal, hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Truenorth, en fyrirtækið þjónustaði kvikmyndaverið Paramount Pictures við að skjóta stóran hluta myndarinnar hér á landi. „Að sjálfsögðu kemur þetta sér ekki vel. Allar tafir eru slæmar og það geta verið misjafnar ástæður fyrir því af hverju greiðslunum seinkar en það sem skiptir öllu máli er að vinnsluhraðinn hjá ráðuneytinu sé góður. Hann hefur ekki alltaf verið það,“ segir hún jafnframt. Helga Margrét er ekki sú fyrsta úr kvikmyndageiranum á Íslandi sem tjáir sig um seinagang stjórnvalda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurgreiðir erlendum framleiðendum sem taka kvikmyndir og sjónvarpsþætti hér á landi 20 prósent af framleiðslukostnaði, en í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum nefndi leikstjórinn Baltasar Kormákur dæmi um seinagang við endurgreiðslur vegna myndarinnar Oblivion sem tekin var upp á Íslandi árið 2012 og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Baltasar nefndi í sama viðtali að endurgreiðslurnar væru mjög mikilvægur þáttur í ferlinu að trekkja erlend kvikmyndaverkefni til landsins. Hann lagði mikla áherslu á að lánafyrirtækin sem leggja út fyrir 20 prósentunum yrðu að geta treyst því að fá endurgreitt.Baltasar KormákurVísir/AntonBaltasar bætti við að þó mikið af erlendum stórmyndum hefði verið tekið hér á landi undanfarið væri í flestum tilfellum um fjallatökur að ræða. Hann sagði nauðsynlegt að erlendir framleiðendur hefðu traust á íslenska kerfinu og þá myndu hugsanlega koma hingað til lands verkefni í heilu lagi. „Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón dollara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér,“ bætti Baltasar við, og átti þá við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Everest.Hilmar SigurðssonVísir/ErnirHilmar Sigurðsson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda, tekur undir þessi orð Baltasars og segir endurgreiðslurnar frá ráðuneytinu eitt af þremur lykilatriðum sem miði að því að trekkja erlend verkefni til Íslands. „Hluti af því að erlendar myndir eru teknar hér á landi er auðvitað náttúran og umhverfið, og starfsfólkið okkar, og svo þetta endurgreiðslukerfi. Styrkurinn í íslenska kerfinu er einfaldleiki þess, það á að vera tiltölulega þægilegt og gagnsætt. Það er náttúrulega áhyggjuefni ef greiðslur eru að dragast of lengi, en við þurfum líka að átta okkur á því að um er að ræða greiðslur úr ríkissjóði sem lúta lögmálum ríkisreiknings og eðlilegrar meðferðar opinbers fjár. Maður skilur að það sé ekki bein ávísun um leið og öllum gögnum hefur verið skilað, en það verður að gera þær kröfur að svona kerfi virki eins og þeim er lýst.“ Endurgreiðslur á borð við þær sem greiddar eru á Íslandi tíðkast um allan heim. „Hagræn áhrif þeirra hafa verið reiknuð út, margsinnis, og þjóðfélagið hefur hag af þessu, til dæmis út af vinnusköttum. Þróunin í þessu í nágrannalöndum okkar er sú að ráðuneytin eru að hækka þessar endurgreiðslur. Í Bretlandi hafa þær hækkað upp í 25-30 prósent, á Írlandi er endurgreiðslan í 28 prósentum en stendur til að hækka hana upp í 32 %. Í Kanada, sem er kannski heldur óvenjulegt, er hægt að fara í yfir 50 prósent undir ákveðnum skilyrðum.“ Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um ástæður þess að endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndarinnar Noah hefðu ekki verið greiddar framleiðandanum. Þau svör fengust að ráðuneytið gæfi ekki upplýsingar um stöðu einstakra verkefna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira