Ferðaþjónustuaðilar skipuleggja ferðir á gosstöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2014 08:15 Ferðaþjónustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. Fréttablaðið/Egill Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ Bárðarbunga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferðamanna á gosstöðvarnar norðan Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slíkar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokunum og ferðaþjónustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gosstöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu lokaðar ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsendur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lokuðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa tapað miklum fjárhæðum á lokunum vegna skipulagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokunum. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferðaþjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“
Bárðarbunga Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira