Þjakaður af samviskubiti yfir framhjáhaldi Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. ágúst 2014 14:30 Sp: Sæl Sigga, ég er hamingjusamlega giftur maður sem er farinn að síga á seinni hluta ævinnar. Mig langar að spyrja þig að einu sem er ekki kynferðislegs eðlis í sjálfu sér en ég velti fyrir mér því ég veit til þess að þetta veldur titringi hjá fjölda hjónum og það er framhjáhald. Fyrir þó nokkuð mörgum árum átti ég í stuttu ástarævintýri við aðra konu en eiginkonu mína. Þetta varði í um nokkra mánuði og einkenndist af innilegum félagsskap en stundum einnig kynferðislegu samneyti. Ég var þjakaður af samviskubit gagnvart þessari framkomu minni og gerði hreint fyrir mínum dyrum. Við hjónin ræddum ástæður fyrir framhjáhaldi mínu og í raun má segja að þetta hafi opnað fyrir vandamál sem við glímdum við í okkar sambandi en höfðum ekki gert okkur grein fyrir, við töldum okkur vera hamingjusöm fram til þessa. Það sem ég velti fyrir mér er það hvort það gæti hjálpað samböndum að jafna sig á framhjáhaldi ef þau líta á það sem einhvers konar lærdóm fyrir sambandið? Nú er ég ekki að réttlæta eða hvetja til framhjáhalds en ég bara velti þessu fyrir mér því svona er okkar saga og upplifun. Svar: Umræða um framhjáhald er ávallt eldfim, sérstaklega ef sú umræða er á einhvern hátt „jákvæð“. Það er ekki hægt að mæla með framhjáhaldi sem einhvers konar tæki til að bæta samskipti innan sambands því það brýtur á sjálfum sáttmála sambands. Annars myndi það ekki kallast framhjáhald. Það getur verið ansi hættulegur leikur að draga svik og lygi inn í samband auk þess að fjárfesta tíma og orku í annan aðila en maka. Að því sögðu, þá þykir mér áhugavert að mörgum þyki kynferðislegt eða rómantískt samneyti við aðra manneskju utan sambands vera höfuðsynd. Svik og lygar einkenna mörg sambönd en fólk líður það, svo lengi sem það snertir ekki annan einstakling á „óviðeigandi“ hátt. Það er því ágætt að skoða hvað það sé við framhjáhald sem einstaklingar óttast því á bak við afbrýðisemi og reiði er oft óöryggi og ótti við höfnun og einsemd. Það er einnig algengur misskilningur að framhjáhald gerist bara í samböndum þar sem eitthvað er að. Hamingjusamir makar sem eiga fallega maka halda líka framhjá. Það er eitthvað að í öllum samböndum, „gallarnir“ eða brestirnir eru bara mistruflandi fyrir sambandið. Framhjáhald þarf því ekki að tengjast sinnuleysi við uppvaskið eða skorti á líkamlegum stinnleika. Stundum bara gerist það. Eins pirrandi og það getur hljómað. En stundum er það líka staðgengill fyrir erfiðar samræður. Það er frábært að heyra að þið hafið náð að leysa vel úr ykkar málum en mögulega hefði verið hægt að „komast hjá“ framhjáhaldi með opnum samskiptum og hreinskilinni naflaskoðun. Það krefst ákveðins þors að segja við makann það sem leynist í innstu hugarkimum en einnig að staldra við þegar tækifæri býðst og afþakka. Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Sp: Sæl Sigga, ég er hamingjusamlega giftur maður sem er farinn að síga á seinni hluta ævinnar. Mig langar að spyrja þig að einu sem er ekki kynferðislegs eðlis í sjálfu sér en ég velti fyrir mér því ég veit til þess að þetta veldur titringi hjá fjölda hjónum og það er framhjáhald. Fyrir þó nokkuð mörgum árum átti ég í stuttu ástarævintýri við aðra konu en eiginkonu mína. Þetta varði í um nokkra mánuði og einkenndist af innilegum félagsskap en stundum einnig kynferðislegu samneyti. Ég var þjakaður af samviskubit gagnvart þessari framkomu minni og gerði hreint fyrir mínum dyrum. Við hjónin ræddum ástæður fyrir framhjáhaldi mínu og í raun má segja að þetta hafi opnað fyrir vandamál sem við glímdum við í okkar sambandi en höfðum ekki gert okkur grein fyrir, við töldum okkur vera hamingjusöm fram til þessa. Það sem ég velti fyrir mér er það hvort það gæti hjálpað samböndum að jafna sig á framhjáhaldi ef þau líta á það sem einhvers konar lærdóm fyrir sambandið? Nú er ég ekki að réttlæta eða hvetja til framhjáhalds en ég bara velti þessu fyrir mér því svona er okkar saga og upplifun. Svar: Umræða um framhjáhald er ávallt eldfim, sérstaklega ef sú umræða er á einhvern hátt „jákvæð“. Það er ekki hægt að mæla með framhjáhaldi sem einhvers konar tæki til að bæta samskipti innan sambands því það brýtur á sjálfum sáttmála sambands. Annars myndi það ekki kallast framhjáhald. Það getur verið ansi hættulegur leikur að draga svik og lygi inn í samband auk þess að fjárfesta tíma og orku í annan aðila en maka. Að því sögðu, þá þykir mér áhugavert að mörgum þyki kynferðislegt eða rómantískt samneyti við aðra manneskju utan sambands vera höfuðsynd. Svik og lygar einkenna mörg sambönd en fólk líður það, svo lengi sem það snertir ekki annan einstakling á „óviðeigandi“ hátt. Það er því ágætt að skoða hvað það sé við framhjáhald sem einstaklingar óttast því á bak við afbrýðisemi og reiði er oft óöryggi og ótti við höfnun og einsemd. Það er einnig algengur misskilningur að framhjáhald gerist bara í samböndum þar sem eitthvað er að. Hamingjusamir makar sem eiga fallega maka halda líka framhjá. Það er eitthvað að í öllum samböndum, „gallarnir“ eða brestirnir eru bara mistruflandi fyrir sambandið. Framhjáhald þarf því ekki að tengjast sinnuleysi við uppvaskið eða skorti á líkamlegum stinnleika. Stundum bara gerist það. Eins pirrandi og það getur hljómað. En stundum er það líka staðgengill fyrir erfiðar samræður. Það er frábært að heyra að þið hafið náð að leysa vel úr ykkar málum en mögulega hefði verið hægt að „komast hjá“ framhjáhaldi með opnum samskiptum og hreinskilinni naflaskoðun. Það krefst ákveðins þors að segja við makann það sem leynist í innstu hugarkimum en einnig að staldra við þegar tækifæri býðst og afþakka.
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira