Kristinn Sigmunds með Íslensku óperunni í fyrsta skipti í tólf ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 09:30 Stórsöngvarinn Kristinn mun taka á því sem Filippus konungur í haust. Fréttablaðið/Vilhelm Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Eingöngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlutverk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverkinu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlutverki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söngnámi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira