Myndasögur Bjarna á sýningu Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 13:00 Úr sögunni af blúsuðu síðpönksveitinni Síðasta geispanum. Grafíska skáldsagan Skugginn af sjálfum mér eftir Bjarna Hinriksson er meðal efnis á sýningu sem opnuð verður á morgun í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu. Þar segir af tilvistarhremmingum myndasöguhöfundarins Kolbeins Hálfdánssonar og sögunni er raðað þar upp sem einu verki á vegg. Sagan af herra Krafft og herra Terrmitik er vegamyndasaga í geimnum. Hún hefst sem leitin að lélegasta fimmaurabrandara Vetrarbrautarinnar og endar – tja, aldrei? Þetta eru dæmi af verkum Bjarna frá síðustu tveimur árum. Bjarni lærði myndasögugerð í Frakklandi og eftir að námi lauk hefur hann unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð. Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt myndasögublað síðan 1990. Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grafíska skáldsagan Skugginn af sjálfum mér eftir Bjarna Hinriksson er meðal efnis á sýningu sem opnuð verður á morgun í aðalsafni Borgarbókasafns við Tryggvagötu. Þar segir af tilvistarhremmingum myndasöguhöfundarins Kolbeins Hálfdánssonar og sögunni er raðað þar upp sem einu verki á vegg. Sagan af herra Krafft og herra Terrmitik er vegamyndasaga í geimnum. Hún hefst sem leitin að lélegasta fimmaurabrandara Vetrarbrautarinnar og endar – tja, aldrei? Þetta eru dæmi af verkum Bjarna frá síðustu tveimur árum. Bjarni lærði myndasögugerð í Frakklandi og eftir að námi lauk hefur hann unnið sem fréttagrafíker hjá RÚV og kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess að sinna myndasögugerð. Hann er einn af stofnendum Gisp!-hópsins sem gefið hefur út samnefnt myndasögublað síðan 1990.
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira