Lífið

Mikil gleði á Dalvík

Salka Sól Eyfeld tók lagið með Þóri Baldurssyni og hljómsveitinni.
Salka Sól Eyfeld tók lagið með Þóri Baldurssyni og hljómsveitinni. Vísir/Valli
Mikið var um að vera á Dalvík um helgina þegar Fiskidagurinn mikli fór þar fram. Í mörgum íbúðarhúsum fóru fram garðpartí og var fólk boðið velkomið í hin ýmsu teiti.

Á pallinum á Sunnuhvoli fór fram sérlega skemmtilegur gleðskapur og var þar mikil tónlistarveisla. Þar mátti sjá tónlistarsnillinginn Þóri Baldursson leika á Hammond ásamt flottri hljómsveit.

Mikið var af glæsifólki sem tók lagið með sveitinni og má þar nefna söngkonuna Sölku Sól Eyfeld og föður hennar, Hjálmar Hjálmarsson leikara. Þá tók María Baldursdóttir, systir Þóris, lagið og einnig Júlíus Guðmundsson, sonur hennar. Soffía Björg og Örn Eldjárn úr Brother Grass litu við og gripu einnig í hljóðfæri.

Margt var um manninn á pallinum en góður gleðskapur fór þar fram á föstudags- og laugardagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×