Fótbolti

Draumadráttur fyrir Stjörnumenn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Adam Jastrzebowski
Stjarnan tekur á móti ítalska stórveldinu Internazionale frá Mílanó í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir tæplega tvær vikur. Ítalska stórveldið hefur átján sinnum unnið ítölsku úrvalsdeildina og aðeins fjögur ár eru síðan liðið vann Meistaradeildina.

Árangurinn hjá Inter hefur hins vegar verið dræmur allt frá því að hinn portúgalski Jose Mourinho hætti sem þjálfari liðsins. Enginn af þeim leikmönnum sem voru í hópnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2010 er enn í leikmannahóp liðsins.

Inter verður fyrsta liðið sem kemur til Íslands sem hefur unnið Meistaradeildina síðan hún var stofnuð 1992. Áður fyrr kallaðist keppnin Evrópukeppni meistaraliða og hafa sigurvegarar þeirrar keppni leikið á Íslandi líkt og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.

Stjarnan verður hinsvegar fyrsta íslenska liðið sem leikur við lið sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu. Verkefnið verður erfitt en ljóst er að það verður mikið ævintýri fyrir leikmenn Stjörnunnar að spila á hinum sögufræga San Siro.



Evrópumeistarar á Íslandi

Átta félög hafa spilað Evrópuleik á Íslandi eftir að þau hafa náð að vinna Evrópukeppni meistaraliða.

Benfica - 1968 gegn Val

Real Madrid - 1972 gegn Keflavík

Juventus - 1986 gegn Val

Feyenoord - 1993 gegn ÍA

Hamburg - 1997 gegn Leiftri

Aston Villa - 2008 gegn FH

Rauða stjarnan frá Belgrad  - 2013 gegn ÍBV

Celtic - 2014 gegn KR


Tengdar fréttir

Stjarnan mætir Inter

Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×