Leiðarahöfundur missir marks Þorsteinn Víglundsson skrifar 31. júlí 2014 07:00 Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skýtur í gær föstum skotum á Samtök atvinnulífsins en því miður fyrir blaðamanninn missa þau marks. Höfundur sakar SA um óheilindi og undanbrögð í því mikilvæga verkefni að kveða niður verðbólgu á Íslandi, koma á efnahagslegum stöðugleika, auka kaupmátt landsmanna og bæta almenn lífskjör. Því fer víðs fjarri en til að markmiðin náist þarf samstillt átak fyrirtækja, launafólks og stjórnvalda. Í aðdraganda kjarasamninga síðasta haust fór fram mikil greiningarvinna af hálfu allra aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var skýr og leiddi í ljós nauðsyn þess að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Jafnframt blasti við að farsælla væri að hækka laun hóflega á löngum tíma til að tryggja stöðugt verðlag, stöðugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og vaxandi kaupmátt fólks. Íslenska leiðin hefur hins vegar oftast falist í háum prósentuhækkunum launa og meðfylgjandi mikilli verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir heimili og fyrirtæki. Samband launahækkana og verðbólgu er margsannað og viðurkennt úti um allan heim þó svo að leiðarahöfundur Fréttablaðsins telji önnur lögmál gilda.Bera ríka ábyrgð Eftir hrun lækkuðu stjórnendur mest allra í launum en launahækkanir þeirra síðastliðið ár voru ekki fyrirséðar og valda bæði vonbrigðum og áhyggjum. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta ekki undanskilið sjálfa sig í þeim breytingum sem verið er að reyna að innleiða á íslenskum vinnumarkaði. Heildarlaun stjórnenda hafa þó þróast með nokkuð svipuðum hætti og heildarlaun á almennum vinnumarkaði sem hafa hækkað um 45,2% frá árinu 2006 en laun stjórnenda um 43,6%. Þessar tölur breyta ekki stóra viðfangsefninu en leita verður annarra leiða til að endurreisa traust á þá vegferð sem aðilar vinnumarkaðarins eru í en að vekja upp að nýju víxlhækkanir launa og verðlags. Þar bera stjórnendur ríka ábyrgð og þurfa að leiða með góðu fordæmi. Á tímabilinu 2006-2013 var lögð áhersla á að hækka lægstu laun umfram önnur með sérstökum krónutöluhækkunum – alls sex sinnum. Fullyrðingar leiðarahöfundar um að launabil sé að aukast eiga ekki við rök að styðjast. Tillaga hans um að horfa á krónutöluhækkanir frekar en prósentur hefur ítrekað verið reynd á undanförnum árum en þegar upp er staðið hefur hlutfallsleg hækkun allra launahópa verið svipuð og sambærileg við hlutfallslega breytingu lægstu launa. Launahlutföll eru tregbreytanleg eins og þessi reynsla sýnir glöggt. Verkalýðsfélög hafa einnig verið algjörlega andvíg krónutöluhækkunum þegar kemur að gerð þeirra hundruða kjarasamninga sem gerðir eru í kjölfar kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ. Í því samhengi má nefna sem dæmi kjarasamning SA fyrir hönd Elkem við samflot nokkurra verkalýðsfélaga.Árangur hefur þegar náðst Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að SA hafi sett fram sjónarmið sín í auglýsingum, þó svo að verkalýðshreyfingin hafi nýtt sér þá leið til fjölda ára. Þeir sem eru ósammála nálgun SA hafa sagt að með þeim sé ábyrgð á verðlagsþróun alfarið varpað á launþega en gleyma áberandi auglýsingum og hvatningum Samtaka atvinnulífsins til fyrirtækja um að halda aftur af verðlagi. Stjórnendur hafa axlað þá ábyrgð eins og verðlagsþróun undanfarins árs ber glöggt merki um en verðbólga hefur nú verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans undanfarna sex mánuði og árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis nemur nú um 1,4%. Verðbólga hefur ekki verið minni í sjö ár. Árangur í kjölfar síðustu kjarasamninga hefur þegar náðst, verðbólga er komin undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og kaupmáttur launa eykst. Það er mikilvægt að byggja á þessum grunni og SA munu halda áfram að vinna að því af fullum heilindum að bæta lífskjör á Íslandi með því að gera skynsama kjarasamninga.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar