Burðast með gamla harmóníkuvél og stóran þrífót Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Jóna Þorvaldsdóttir. "Mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Mynd/úr einkasafni Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst. Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Augnablik í tíma nefnist ljósmyndasýning sem ljósmyndarinn Jóna Þorvaldsdóttir opnar í Galleríi Ófeigi á Skólavörðustíg á laugardaginn. Jóna er þekkt fyrir að nota sígildar ljósmyndunaraðferðir við gerð verka sinna, aðferðir sem voru vinsælar á upphafstímum ljósmyndunar. Auk hinnar hefðbundnu silfur-gelatín-prentunar notar Jóna platínum-palladíum-aðferðina og bromoil-blektækni og nýtur þar töluverðrar sérstöðu hér á landi. „Ég læt mig hafa það að burðast með níðþunga og stóra, gamla blaðfilmuvél, þessa með „harmóníkunni“, og svo fer maður undir teppi til að fókusa. Auk þess fer ég með stóran þrífót og filmuhulstur út í náttúruna til þess að fanga myndefni sem ég heillast af. Svo gerast óvæntir hlutir í myrkraherberginu og mér finnst ánægjulegt að geta unnið ljósmyndir eins og tíðkaðist á upphafstímum ljósmyndunar.“ Á sýningunni Augnablik í tíma sýnir Jóna platínum-palladíum- og silfur-gelatín-ljósmyndir frá Íslandi, meðal annars frá Ströndum og Gálgahrauni. Margar myndanna tók hún á gamla blaðfilmuvél. Filmurnar framkallar hún í bökkum og kontaktprentar ljósmyndirnar á bómullarpappír undir útfjólubláu ljósi eða sólarljósi. Jóna segist hafa gaman af því að velta fyrir sér formum og furðuverum sem myndast í náttúrunni og geti á einu augnabliki breyst og horfið. Sýningin er opin á verslunartíma alla virka daga til 27. ágúst.
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira