Tónlist sem hreif konungshirðirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2014 16:30 Brice Sailly, Arnbjörg Stefánsdóttir og Mathurin Matharel mynda Corpo di Strumenti. Mynd/Úr einkasafni „Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét. Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ef ég dett út þarftu að hringja aftur því ég er í Borgarfirðinum og þar er svolítið gloppótt samband. En ég er ekki við stýrið svo þú þarft ekki að óttast að ég keyri út af,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngkona og listrænn stjórnandi Sumartónleika við Mývatn. Hún er stolt af dagskránni í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld sem er ítölsk og frönsk barokktónlist leikin á upprunaleg hljóðfæri. „Þetta er tónlist sem hreif fólkið við konungshirðirnar á sínum tíma og hrífur alla enn þann dag í dag,“ segir hún glaðlega. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og flytjandi þeirra er tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti. Í honum er Íslendingurinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari frá Akureyri, og Frakkarnir Mathurin Matharel á bassafiðlu og Brice Sailly á virginal. Auk þess spila Hélène Houzel og Patrick Bismuth á fiðlur. „Það verður gaman að heyra þetta listafólk spila,“ segir Margrét og kynnir það frekar: „Steinunn Arnbjörg er búsett í Frakklandi og kemur með manninn sinn og vinafólk með sér sem allt er franskt og leikur í hljómsveitum í París, auk þess að fást við kennslu og einleik víða um heim.“ Corpo di Strumenti er þekktur tónlistarhópur að sögn Margrétar og hún segir Patrick Bismuth frægan fyrir að gera allt skemmtilegt. „Hann er fjölhæfur tónlistarmaður og lék meðal annars í hinni þekktu kvikmynd The Intouchables þar sem hann spilaði brot úr Árstíðum Vivaldis,“ upplýsir hún. Margét segir alltaf vel mætt á sumartónleikana. „Það er margt ferðafólk á svæðinu sem kann vel að meta það að fá klukkutíma langa tónleika klukkan níu, þegar það er búið að ganga á fjöll, skoða hveri og borða,“ segir Margrét.
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira