"Það var alveg meiriháttar að vinna með Richard Gere“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2014 09:00 Eva María Daniels. Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Time Out of Mind, sem framleidd er af hinni íslensku Evu Maríu Daniels og skartar Richard Gere í aðalhlutverki er meðal þeirra fjörtíu titla sem hafa nú verið tilkynntir til sýninga á Toronto International Film Festival, einni stærstu kvikmyndahátíð heims. Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á opnunarhelgi hátíðarinnar, en aðrar heimsfrumsýningar á hátíðinni verða myndir á borð við Love & Mercy með John Cusack í aðalhlutverki, While We Were Young með Ben Stiller og Naomi Watts í aðalhlutverki og nýjasta kvikmynd Chris Rock, Top Five. Time Out of Mind er eftir hinn virta handritshöfund Oren Moverman, sem leikstýrði einnig myndinni, þar sem Richard Gere leikur heimilislausan mann í New York. „Það var alveg meiriháttar að vinna með Richard. Hann er hreint út sagt yndislegur og hann veitir manni mikinn innblástur,“ segir Eva María um samstarfið. „Það er hrein unun að vera í návist hans og horfa á hann vinna,“ útskýrir hún. „Það er einnig mikill heiður að komast í heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð eins og í Toronto og við erum í skýjunum yfir því að vera að sýna á opnunarhelgi hátíðarinnar.“ Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kvikmyndin Time Out of Mind, sem framleidd er af hinni íslensku Evu Maríu Daniels og skartar Richard Gere í aðalhlutverki er meðal þeirra fjörtíu titla sem hafa nú verið tilkynntir til sýninga á Toronto International Film Festival, einni stærstu kvikmyndahátíð heims. Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á opnunarhelgi hátíðarinnar, en aðrar heimsfrumsýningar á hátíðinni verða myndir á borð við Love & Mercy með John Cusack í aðalhlutverki, While We Were Young með Ben Stiller og Naomi Watts í aðalhlutverki og nýjasta kvikmynd Chris Rock, Top Five. Time Out of Mind er eftir hinn virta handritshöfund Oren Moverman, sem leikstýrði einnig myndinni, þar sem Richard Gere leikur heimilislausan mann í New York. „Það var alveg meiriháttar að vinna með Richard. Hann er hreint út sagt yndislegur og hann veitir manni mikinn innblástur,“ segir Eva María um samstarfið. „Það er hrein unun að vera í návist hans og horfa á hann vinna,“ útskýrir hún. „Það er einnig mikill heiður að komast í heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð eins og í Toronto og við erum í skýjunum yfir því að vera að sýna á opnunarhelgi hátíðarinnar.“
Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira