Rokk og rólegheit Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:00 Kurt Vile hljómar kannski betur á plötum en á tónleikum. vísir/getty Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira