Safnar fyrir Djáknanum á Myrká Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. júlí 2014 10:00 Sandra ætlar ekki að láta staðar numið við Djáknann á Myrká. Næst ætlar hún að teikna Búkollu. „Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ef við náum takmarkinu vil ég búa til seríu um íslensk ævintýri, safna þeim saman í harðspjalda bók og selja í búðum,“ segir Sandra Rós Björnsdóttir, en Sandra safnar nú fyrir útgáfu teiknimyndasögu um hið íslenska ævintýri, Djáknann á Myrká, á vefsíðunni Kickstarter.com. Sandra er búsett í San Francisco og lauk námi við Academy of Art University í fyrra en þar í borg er haldinn dagur tileinkaður myndasögum í október ár hvert. Hún tók sig til og teiknaði upp heila myndasögu um djáknann en hún hefur eytt undanförnum mánuðum í að fínpússa og endurhanna söguna. Áhuginn á myndasögum er ekki nýr af nálinni en Sandra hefur teiknað frá unga aldri. „Ég teiknaði nokkrar myndasögur þegar ég var krakki, þar á meðal Lúlla, lukkulegasta hund heims og Rassaskelli, fjórtánda jólasveininn.“Úr sögunni um Djáknann á Myrká.Sandra segir söfnunina á Kickstarter ganga vel. „Við erum komin með um 40% af takmarkinu en fjáröflunin verður í gangi til 1. ágúst. Nokkrar bókabúðir hafa sýnt áhuga á að kaupa eintök þannig að svo lengi sem við fáum fjármagn fyrir fyrstu prentuninni þá er góður möguleiki á því að Djákninn verði farsæl myndasaga,“ segir Sandra, en næsta ævintýri sem gert verður að myndasögu verður sagan um Búkollu. Hægt er að taka þátt í söfnuninni inn á Kickstarter hér.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira