Sumarflensan Berglind Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2014 00:00 Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld. Ég get varla hreyft mig vegna stirðleika og líður í raun enn hræðilega því ég hef ekki endurheimt orkuna til að hreyfa mig og stunda lífið eins og ég geri venjulega. Mig langar ekkert meira en að valhoppa um engi og akra og synda yfir Ermarsundið en geri það auðvitað ekki, heilsunnar vegna. Það er langt síðan ég var lasin í svona langan tíma, stöku flensa hér og þar, tveir til þrír dagar, Strepsils og búið spil. Hér var þó um að ræða dramatísk hitaköst, hósta sem bergmálaði um Þingholtin og slímuga hnerra hvurs slímlosandi áhrif bitnuðu ýmist á tölvuskjánum eða andliti sambýlismanns míns. Það leiðinlegasta við að vera veik var þó ekki slímið, slenið eða eirðarleysið. Það gerðist svolítið sem hendir mig aldrei. Mig langaði ekki í kaffi. Ég gat ekki hugsað mér að hella upp á ljúfan bolla. Tilgangur minn á morgnana í hinu heilbrigða lífi er að vakna við að ég kveiki á kaffivélinni og sýp svo á þessum allra meina elixír meðan ég les Bakþanka ýmissa vandaðra einstaklinga. En bakteríurnar höfðu völdin og þær heimtuðu að ég baðaði mig í heitu sítrónuvatni og drykki te. Ég sem skil ekki te. En það eru líka jákvæðar hliðar við að verða aðeins veikur. Í miðju hóstakasti fattar maður að það er ekki sjálfsagt að vera heill heilsu og geta hlaupið um engi í sumarlegum kjól. Og svo getur maður horft á tíu bíómyndir í röð og fengið sér blund inn á milli án þess að vera stimplaður löggildur haugur. Ég er að minnsta kosti mjög fegin að það er búið að finna upp internetið. Þegar pabbi varð veikur í gamla daga fékk hann bara ískalt Malt og Vikuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun
Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld. Ég get varla hreyft mig vegna stirðleika og líður í raun enn hræðilega því ég hef ekki endurheimt orkuna til að hreyfa mig og stunda lífið eins og ég geri venjulega. Mig langar ekkert meira en að valhoppa um engi og akra og synda yfir Ermarsundið en geri það auðvitað ekki, heilsunnar vegna. Það er langt síðan ég var lasin í svona langan tíma, stöku flensa hér og þar, tveir til þrír dagar, Strepsils og búið spil. Hér var þó um að ræða dramatísk hitaköst, hósta sem bergmálaði um Þingholtin og slímuga hnerra hvurs slímlosandi áhrif bitnuðu ýmist á tölvuskjánum eða andliti sambýlismanns míns. Það leiðinlegasta við að vera veik var þó ekki slímið, slenið eða eirðarleysið. Það gerðist svolítið sem hendir mig aldrei. Mig langaði ekki í kaffi. Ég gat ekki hugsað mér að hella upp á ljúfan bolla. Tilgangur minn á morgnana í hinu heilbrigða lífi er að vakna við að ég kveiki á kaffivélinni og sýp svo á þessum allra meina elixír meðan ég les Bakþanka ýmissa vandaðra einstaklinga. En bakteríurnar höfðu völdin og þær heimtuðu að ég baðaði mig í heitu sítrónuvatni og drykki te. Ég sem skil ekki te. En það eru líka jákvæðar hliðar við að verða aðeins veikur. Í miðju hóstakasti fattar maður að það er ekki sjálfsagt að vera heill heilsu og geta hlaupið um engi í sumarlegum kjól. Og svo getur maður horft á tíu bíómyndir í röð og fengið sér blund inn á milli án þess að vera stimplaður löggildur haugur. Ég er að minnsta kosti mjög fegin að það er búið að finna upp internetið. Þegar pabbi varð veikur í gamla daga fékk hann bara ískalt Malt og Vikuna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun