Semur tónlist á selló, tölvu og effektatæki Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. júlí 2014 12:30 Kristín Lárusdóttir, Selló-Stína, er á ferð um landið og kemur fram á Akureyri í kvöld. Vísir/Valli Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir, betur þekkt sem Selló-Stína, heldur í kvöld tónleika í Litla-Garði á Akureyri. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð Kristínar um landið en hún hófst á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í síðustu viku. Kristín flytur nær eingöngu eigin tónlist sem hún segir vera undir áhrifum frá náttúrunni. „Tónlist mín er innblásin af íslenskri náttúru, sögu þjóðarinnar og tónlistararfi. Ég notast við tvö selló, tölvu og effektatæki þegar ég kem fram. Sum verkin mín eru flutt í „quatrophonic“,“ segir Kristín. Kristín er klassískt menntaður sellóleikari og hefur að auki menntað sig í barokktónlist, gömbuleik og djassi. Síðustu árin hefur raftónlist fengið aukinn sess í tónlistarsköpun hennar. „Ég lauk framhaldsprófi í raftónlist vorið 2013 og gaf haustið eftir út mína fyrstu sólóplötu, Hefring. Ég sá einnig sjálf um upptökur og hljóðblöndun,“ segir hún og bætir því við að hvorki sé algengt að heyra tónlist flutta á selló og tölvu né í quatrophonic-kerfi. Tónleikarnir í Litla-Garði í kvöld hefjast klukkan 21. Fram undan eru einnig tónleikar Kristínar í Stálsmiðjunni í Neskaupstað og Mengi í Reykjavík.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira