Opnar skúlptúrasýningu á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 5. júlí 2014 16:00 Una Björg Magnúsdóttir útskrifaðist úr Listaháskólanum í vor. mynd/aðsend „Hugmyndin er að það sé enginn staður sem fólk þarf að fara á, fólk getur bara séð sýninguna heima hjá sér,“ segir Una Björg Magnúsdóttir, en hún opnar sýningu sína Wavering á vefsíðunni artclickdaily.info í dag. Una útskrifaðist úr myndlist við Listaháskóla Íslands í vor en hún vinnur mest með skúlptúra og inniheldur sýning hennar rafræna skúlptúra. „Wavering er bæði vísun í bylgju og eitthvað sem hörfar og minnkar,“ segir Una. „Skúlptúrarnir eru sem sagt fánar sem ég hef unnið með í öðru formi en eru núna á netinu þannig að þetta eru svona stafrænir fánar,“ segir Una en galleríið sem hýsir sýninguna er vefsíða sem Ívar Glói Gunnarsson og Brynjar Helgason stofnuðu fyrir ári og verður þetta áttunda sýningin sem sett er upp í netgalleríinu. „Þetta er annar vettvangur, ekki hefðbundið þar sem allir fara á einhvern stað og hanga þar, heldur getur fólk bara farið inn á netinu,“ segir Una en sýningin verður opnuð klukkan 12.00 í dag á artclickdaily.info. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hugmyndin er að það sé enginn staður sem fólk þarf að fara á, fólk getur bara séð sýninguna heima hjá sér,“ segir Una Björg Magnúsdóttir, en hún opnar sýningu sína Wavering á vefsíðunni artclickdaily.info í dag. Una útskrifaðist úr myndlist við Listaháskóla Íslands í vor en hún vinnur mest með skúlptúra og inniheldur sýning hennar rafræna skúlptúra. „Wavering er bæði vísun í bylgju og eitthvað sem hörfar og minnkar,“ segir Una. „Skúlptúrarnir eru sem sagt fánar sem ég hef unnið með í öðru formi en eru núna á netinu þannig að þetta eru svona stafrænir fánar,“ segir Una en galleríið sem hýsir sýninguna er vefsíða sem Ívar Glói Gunnarsson og Brynjar Helgason stofnuðu fyrir ári og verður þetta áttunda sýningin sem sett er upp í netgalleríinu. „Þetta er annar vettvangur, ekki hefðbundið þar sem allir fara á einhvern stað og hanga þar, heldur getur fólk bara farið inn á netinu,“ segir Una en sýningin verður opnuð klukkan 12.00 í dag á artclickdaily.info.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira